fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Inga Rut tekur við sem framkvæmdastjóri Kringlunnar

Eyjan
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 12:25

Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1. júní nk. mun Inga Rut Jónsdóttir taka við sem nýr framkvæmdastjóri Kringlunnar. Inga Rut hefur starfað hjá Reitum í 18 ár sem viðskiptastjóri með áherslu á leigusamninga í verslun, einkum í Kringlunni. Inga Rut hefur að auki setið í markaðsráði Kringlunnar undanfarin ár. Reitir þakka Ingu Rut fyrir mjög gott starf innan félagsins og óska henni alls hins besta á nýjum vettvangi um leið og hlakkað er til áframhaldandi góðs samstarfs félaganna.

Sigurjón verður framkvæmdastjóri nýs þróunarfélags á Kringlureit

Sigurjón Örn Þórsson mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri Kringlunnar þann 1. júní nk. Sigurjón hefur gegnt starfinu í 17 ár. Stjórn Rekstrarfélags Kringlunnar vill þakka Sigurjóni af heilhug fyrir frábært og óeigingjarnt framlag hans til Kringlunnar undanfarin ár. Sigurjón hefur verið í fararbroddi á þeirri vegferð að verja, viðhalda og byggja upp stöðu Kringlunnar sem fjölsóttasta og vinsælasta verslunarkjarna landsins sem og þróa Kringluna í takt við kröfur tímans, ekki síst hvað stafræna þróun varðar. Á þessari vegferð hefur verið glímt við ýmsar áskoranir eins og efnahagshrun og heimsfaraldur, verkefni sem Sigurjón og samstarfsfólk hans hafa tekist á við af einurð og festu.

Frá 1. júní nk. mun Sigurjón Örn Þórsson taka við nýju starfi sem framkvæmdastjóri nýs þróunarfélags sem mynda á um þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Kringlureitnum öllum sem afmarkast af Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Kringlu- og Listabraut. Megin hlutverk nýs þróunarfélags Kringlureitsins er að leiða áfram þróun svæðisins í samstarfi við alla hlutaðeigandi aðila og tryggja sem bestan og hraðastan framgang verkefnisins, skipulags- og framkvæmdalega og tryggja að þróun hverfisins alls tali sem best saman við þá starfsemi sem þar er fyrir. Um er að ræða þróun og uppbyggingu samfélags með blöndu af íbúðum, verslunum, þjónustu, menningu og listastarfsemi miðsvæðis í Reykjavík. Svæðið allt er um 13 hektarar þar sem gert er ráð fyrir um 160 þús. nýjum fermetrum og fjöldi íbúða getur orðið um 1.000.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“