fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Vilhjálmur birti sláandi útreikning – „Verður ekki látið átölulaust“

Eyjan
Fimmtudaginn 1. september 2022 16:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, telur óumflýjanlegt að launafólk muni berjast af alefli í komandi kjarasamningum til að bæta stöðu sína. Ofurvextir sem lagðir hafa verið á lagðir á hér á landi séu ofbeldi gegn íslenskum heimildum.

Vilhjálmur skrifar um þetta á Facebook og birtir með útreikning á hvernig afborganir á óverðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum hafa hækkað undanfarið ár.

„Ofbeldið gagnvart íslenskum heimilum heldur áfram eins og enginn sé morgundagurinn en nú hefur Landsbankinn fyrstur banka tilkynnt vaxtahækkun eftir stýrisvaxtahækkun Seðlabankans“ 

Vilhjálmur bendir á að á síðasta árinu hafi breytilegir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hækkað úr 3,65 prósentum upp í 7 prósent en sú hækkun nemi 92 prósentum og ljóst að þessar hækkanir séu farnar að ógna íslenskum heimilum stórkostlega.

Með færslunni birti hann útreikning sem sýnir hvernig afborganir lána hafa hækkað á þessum tíma á óverðtryggðum húsnæðislánum Landsbankans.

Vissulega séu fjölmörg heimili með fasta vexti en þau lán muni þó losna á næstu árum og þar með leiða til gífurlegrar hækkunar hjá þeim lántökum ef ekki verður búið að ná tökum á vaxtahækkunum.

„En fjölmörg heimili eru samt sem áður að lenda í gríðarlegri hækkun á vaxtabyrði þar sem öll launahækkun síðustu 4 ára og miklu meira til í sumum tilfellum, hefur verið þurrkuð upp.“ 

Þar að auki hafi aðrar kostnaðarhækkanir lent á launafólki, neytendum og heimilum undanfarið. „En þessar hækkanir er lúta að húsnæði og leigu eru að valda íslenskum heimilum langmestum skaða og því er þetta tæki Seðlabankans eins og því er beitt með öllu óskiljanlegt.“

Vilhjálmur getur því ekki annað lesið úr stöðunni en að kjarasamningar verði mikilvægir til að bæta stöðu launafólks.

„Ég get ekki séð annað en að það verði óumflýjanlegt fyrir íslenskt launafólk að berjast af alefli í komandi kjarasamningum til að bæta stöðu sína því þessi þróun og þetta ofbeldi sem almenningi er sýnt verður ekki látið átölulaust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi