fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Eyjan

Keyptu sér bara einu sinni samlokur frá Lemon og lofa að gera það ekki aftur

Eyjan
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi keypti sér aðeins einu sinni veitingar frá Lemon á meirihlutafundum flokkanna.

Þetta kemur fram í svari Pálma Þór Mássonar, bæjarritara, við fyrirspurn Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa og oddvita Pírata, um hvort að flokkarnir sem skipa meirihlutann hafi keypt sér veitingar á meirihlutafundum og hvaða heimildir væru fyrir slíkum veitingakaupum. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Kópavogs fyrr í dag.

Fyrirspurnin var lögð fram þann 7. júlí síðastliðinn og barst svar bæjarritara fimm dögum síðar.

„Undirrituðum er kunnungt um að í eitt skipti, þann 22. Júní síðastliðinn, voru keyptar samlokur frá Lemon fyrir hádegisfund bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs, sem haldinn var í bæjarstjórnarsalnum. Fundurinn var undirbúningsfundur fyrir fyrsta fund bæjarráðs á kjörtímabilinu, sem haldinn var 23. júní síðastliðinn. Þar sem um hádegisfund var að ræða var ákveðið að kaupa veitingar á þennan tiltekna fund. Undirrituðum er ekki kunnugt um að keyptar hafi verið veitingar í fleiri skipti á þessu kjörtímabili fyrir tilvitnaðan hóp,“ segir í svari bæjarritara.

Indriði Ingi Stefánsson, bæjarfulltrúi Pírata, lagði fram bókun vegna málsins og sagði að mikilvægt væri að fara eftir innkaupareglum bæjarins.

Undirritaður bókar mikilvægi þess að farið sé að innkaupareglum og samþykktum bæjarins við kaup á veitingum og þar sem bærinn er fjölskipað stjórnvald og öllum eigi að vera fyrirsjáanlegt hvernig ákvörðun um slík innkaup fari fram.“

Fjórir fulltrúar meirihlutans, þar á meðal Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, lögðu fram mótbókun um að ekki stæði til að kaupa fleiri samlokur né djús það sem eftir lifir af kjörtímabilinu.

Samlokur og djús voru keyptar fyrir fyrsta meirihlutafund nýs meirihluta sem haldinn var með starfsmanni bæjarins í bæjarstjórnarsal í hádegi. Það stendur ekki til að kaupa veitingar á meirihlutafundi kjörtímabilsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur

Nína Richter skrifar: Jólaljós fyrir femínista og Miðflokksfrændur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“