fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Leikmenn farið að lengja eftir svari Dags – Sóttkvíin senn á enda

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 16:00

Dagur B. Eggertsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur enn ekki tilkynnt hvort hann hyggist gefa kost á sér til áframhaldandi setu í oddvitasæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Dagur sagði í Kastljósi fyrir jól að hann myndi tilkynna ákvörðun sína eftir jól. Eftir áramót greindi borgarstjórinn frá því að hann væri kominn í sóttkví en að svars væri að vænta að henni lokinni. Það var fyrir fjórum dögum og er því óhætt að segja að leikmenn, áhorfendur og aðrir áhugasamir bíði nú spenntir eftir tilkynningu Dags.

Fjögurra daga gömul færsla Dags um sóttkví má sjá hér að neðan.

Dagur B. hefur verið borgarstjóri samfleytt núna í átta ár og eru skiptar skoðanir á meðal heimildarmanna Orðsins um hvert leiðir Dags ættu að liggja. Til eru þeir sem telja Dag fæddan í borgina. Hann nýtur gríðarlegra vinsælda innan flokksins sem átt hefur um sárt að binda á öðrum vígstöðum. Svo eru aðrir sem telja Dag þurfa að verja sína eigin arfleið en besta leiðin til þess að slátra henni fljótt og örugglega væri að stimpla sig út eftir fjögur ár og þá hugsanlega sem óbreyttur borgarfulltrúi í minnihluta. Almenn samstaða virðist ríkja um að nöturlegri örlög finnist vart, en að daga uppi sem minnihlutaborgarfulltrúi.

Þá eru þeir sem velta því upp hvort metnaður Dags liggi jafnvel austur eftir Vonarstræti, til vinstri inn á Lækjargötu, fram hjá MR og upp tröppurnar við Stjórnarráðshúsið.

Sé það raunin að gras Dags sé grænna handan Vonarstrætis er um það hvíslað að fyrsta skrefið hljóti að vera að hætta á toppnum, eins og sannir sigurvegarar gera. Eins og dæmin sýna og sanna er enda ekkert jafn eitrað í pólitík og að þekkja ekki sinn vitjunartíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla