fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Eyjan

Sigmar hjólaði í ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins – „Það er ekki nóg að vera sval­ur á Twitter“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, hjólaði af nokkurri hörku í tólf þingmenn Sjálfstæðisflokksins en af þeim eru þrír ráðherrar. Orðin lét hann falla í umræðum um munnlega skýrslu Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, um stöðuna á Covid-19 faraldrinum hér á landi.

Vísaði Sigmar í ræðu sinni til þess að sagt hafi verið frá því í fréttum að tólf af sautján þingmönnum flokksins efist um réttmæti strangra takmarkana á daglegu lífi fólks í nafni sóttvarna. Þrír af þeim, sagði Sigmar, eru ráðherrar. Sigmar nefndi engin nöfn, en þar átti hann án efa við þær Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, hið minnsta, en báðar tvær hafa látið efasemdir sínar í ljós opinberlega og ítrekað.

„Við heyr­um þessa þing­menn ít­rekað tala gegn ákvörðunum eig­in rík­is­stjórn­ar. Þeir tala og tala en gera svo ekki neitt. Þess­ir tólf þing­menn, og þar af þrír ráðherr­ar, hafa raun­veru­lega völd í þessum málum en þeir kjósa að beita því ekki, hvorki við rík­is­stjórnar­borðið né sem þing­flokk­ur. Þeir tala fal­lega og af inn­lif­un um frelsi og mann­rétt­indi og benda ít­rekað á allsvaka­leg­ar afleiðing­ar harðra sóttvarnaráðstafana, fé­lags­leg­ar og and­leg­ar af­leiðing­ar, og tug­millj­arða út­gjöld rík­is­sjóðs. En það er ekki nóg að vera sval­ur á Twitter. Að standa bara með frels­inu í orði en ekki í at­höfn­um er hræsni,“ sagði Sig­mar í ræðu sinni á Alþingi.

Nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, varði gildandi takmarkanir og sagði þær nauðsynlegar, enda myndi heilbrigðiskerfið ekki ráða við stöðuna öðruvísi.

Umræðuna má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann