fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Réttur ungmenna með þroskahömlun til náms ekki tryggður

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 09:00

Sara Dögg Svanhildardóttir er verkefnisstjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Mynd:Landssamtökin Þroskahjálp

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt lögum á fólk með þroskahömlun að eiga rétt að aðgangi að námi en samt sem áður nýtur það ekki sömu tækifæra og aðrir. Verkefnisstjóri við samhæfingu námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Landssamtökunum Þroskahjálp segir að kerfið virðist gleyma þessum hópi þegar skólaárið hefst.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Söru Dögg Svanhildardóttur, verkefnisstjóra við samhæfingu námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Landssamtökunum Þroskahjálp, að ungmenni með þroskahömlun njóti ekki sömu tækifæra til framhaldsnáms og önnur ungmenni. „Kerfið veit nákvæmlega hvað það eru margir í þessum hópi í hverjum árgangi, en virðist hafa gleymt því þegar hvert skólaár byrjar. Samfélagið er enn að hafna þessum hópi fólks,“ er haft eftir henni.

Fimmtán ár eru síðan fólki með þroskahömlun var með lögum tryggður aðgangur að framhaldsskólanámi. Haft er eftir Söru Dögg að fjármagn hafi aldrei fylgt þessari lagabreytingu og því hafi aðbúnaður fyrir framhaldsnám þessa hóps ekki verið sem skyldi, hvorki hvað varðar rými né fjölda nemenda. „Þess vegna er enn þá allur gangur á því hvort ungmenni með þroskahömlun komast í framhaldsskóla á haustin. Skólarnir þurfa að velja og hafna vegna plássleysis,“ sagði hún.

Hún sagði að það væru í raun aðeins tíu til tólf skólar sem telji sig geta sinnt starfsbrautarnámi fyrir þennan hópi og séu þeir flestir í Reykjavík. Hún sagði að Menntamálastofnun hafi reglulega biðlað til skólayfirvalda um að taka við fleiri nemendum með þroskahömlun en rýr svör hafi borist og engar úrbætur hafi verið gerðar. „Það komast um 50 nemendur með þroskahömlun í framhaldsnám á ári – og ef það eru fleiri í árganginum þá komast þeir einfaldlega ekki að. Þeirra bíður þá ekkert,“ sagði hún.

Hún sagði einnig að ástandið í háskólum landsins sé ekki betra. Þar sé pláss fyrir tólf manns í diplómanámi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi