fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Guðmundur ekki á lista Samfylkingarinnar – „Hundfúlt og mikil vonbrigði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. febrúar 2021 12:45

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin hefur hafnað Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanns Afstöðu, en hann sóttist eftir sæti á öðrum framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir næstu Alþingiskosningar sem haldnar verða í haust.

Fréttablaðið greinir frá þessu og ræðir við Guðmund, en ástæðan fyrir þessari ákvörðun uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar er sú að hún telur að óvissa ríki um kjörgengi Guðmundar. Hann losnaði við ökklaband í ágústmánuði í fyrra eftir að hafa afplánað stóran hluta af dómi sínum í fangelsi. Skilyrði fyrir kjörgengi er óflekkað mannorð en Guðmundur er ósammála túlkun uppstillingarnefndar á hans stöðu. Segir hann lög um lok afplánunar ekki vera skýr.

„Það eru mikilvæg mannréttindi einstaklinga í lýðræðisríki að bjóða sig fram í kosningum. Takmarkanir á þeim rétti þurfa að vera málefnalegar, skýrar og afdráttarlausar,“ segir Guðmundur við Fréttablaðið. Hann virðir þó niðurstöðuna og segist ekki ætla að vera með hávaða út af málinu. Miklar deilur hafa orðið í Samfylkingunni undanfarið um framboðsmál. Fyrir skömmu sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður flokksins, sig úr flokknum og sagði af sér varaþingmennsku, vegna óánægju með það sæti sem uppstillingarnefndin úthlutaði henni. Þá vakti sú ákvörðun nefndarinnar um að hleypa Ágústi Ólafi, þingmanni flokksins, ekki í eitt af efstu sætunum í Reykjavíkurkjödæmi suður mikla athygli og olli deilum.

Guðmundur fer yfir málið í Facebook-færslu í dag. Skoðanakönnun innan flokksins benti til þess að hann myndi hljóta álitlegt sæti á lista flokksins. Eru þessi niðurstaða honum því mikil vonbrigði. „Það eru mikilvæg mannréttindi einstaklinga í lýðræðisríki að bjóða sig fram í kosningum. Takmarkanir á þeim rétti þurfa að vera málefnalegar, skýrar og afdráttarlausar,“ segir Guðmundur. Hann fer yfir vafaatriði varðandi túlkun á kjörgengi hans og stillir upp í 9 liðum. Segir hann að skýra þurfi lög sem skerða persónu- og atvinnufrelsi þröngt og viðkomandi í hag. Segir hann jafnframt að hugtökin reynslulausn og reynslutími falli ekki undir afplánun samkvæmt lögum um fullnustu refsinga.

Pistil Guðmundar má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan.

https://www.facebook.com/Gudmundur.Ingi2/posts/10158196387098683

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg