fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Sakar Samtök atvinnulífsins um lygar í áróðursskyni – „Svarið liggur nefnilega í augum uppi“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. desember 2021 16:58

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, skrifar harðorða grein á Vísi í dag undir yfirskriftinni Á­róður hags­muna­sam­taka stór­fyrir­tækja þar sem hún skýtur föstum skotum á Samtök atvinnulífsins.

„Hverjir eru þessir óteljandi opinberu starfsmenn sem sitja eins og baggi á íslensku þjóðinni? Að þessu spyrja Samtök atvinnulífsins, þó samtökin orði reyndar spurninguna með aðeins penni hætti. Þau spyrja hvernig standi á því að opinberum starfsmönnum fjölgi meðan launafólki á almennum vinnumarkaði fækki,“ segir Sonja og heldur áfram:

„Spurningin er ekki sett fram af því þessi hagsmunasamtök stærstu fyrirtækja landsins skorti svarið. Svarið liggur nefnilega í augum uppi. Spurningin er sett fram sem áróðursbragð sem virðist hafa þann tilgang að minnka umsvif hins opinbera og réttlæta einkavæðingu almannaþjónustunnar,“ segir hún.

Öfugþróun sem þarfnist skýringa

Samtök atvinnulífsins birtu í gær á vef sínum greinina „Skýringar óskast“ þar sem þeir segja að samkvæmt úrvinnslu Hagstofunnar á skattskrám hafi starfsfólki í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu, sem að mestu eru reknar af ríki og sveitarfélögum, fjölgaði um 9.000 en starfsfólki í einkageiranum fækkaði á sama tíma um 8.000.

Þá var Halldór Benjamín Þorgergson, framkvæmdastjóri SA, í viðtali á forsíðu Morgunblaðinu í gær þar sem hann tjáði sig um þetta og sagði: „Þessi öfugþróun þarfnast skýringa frá hinu opinbera.“

Tölurnar tala sínu máli

Sonja spyr hverjir séu þessir opinberu starfsmenn „sem þessi hagsmunasamtök sem kostuð eru af fyrirtækjunum í landinu vilja fækka?“ og í framhaldinu, með nokkurri kaldhæðni, hvort við séum ekki með ofgnótt af slökkviliðsmönnum, leikskólastarfsfólki, kennurum og fólki sem vinnur við umönnun aldraðra.

„Samtök atvinnulífsins myndu eflaust líka taka því fegins hendi ef starfsfólki eftirlitsstofnana, sem gæta hagsmuna almennings, yrði fækkað hressilega,“ segir hún.

Sonja segir að staðreyndin sé sú að landsmönnum hafi fjölgað og þar með aukist þörfin fyrir starfsfólk í almannaþjónustu. „Því fjölmennari sem þjóðin er er og því meira sem fólk eldist þurfum við fleira starfsfólk í umönnun og heilbrigðiskerfinu. Þegar afbrotunum fjölgar þarf fleiri lögreglumenn til starfa,“ segir hún og bendir á að tölurnar tali sínu máli þegar fjöldi opinberra starfsmanna sé skoðaður sem hlutfalll af landsmönnum.

„Hagsmunasamtök fyrirtækja vita þetta allt vel. Samt kjósa talsmenn þeirra að bera fram þessar spurningar sem hluta af áróðri sínum,“ segir Sonja.

Greinina hennar má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi