fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Lilja tapaði og brot hennar stendur óhaggað

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 5. mars 2021 13:49

Lilja Alfreðsdóttir. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið.

Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar hún réð Pál Mágnússon sem ráðuneytisstjóra árið 2019.

Kærunefnd mat að Hafdís Helga Ólafsdóttir, sem einnig sótti um starfið, hafi verið Páli hæfari og ekki hefði tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið því til grundvallar að velja karlmanninn Pál fremur en konuna Hafdísi.

Páll var lengi virkur í Framsóknarflokknum, flokki Lilju, og hafði meðal ananrs starfað sem aðstoðarmaður ráðherra og bæjarritari Kópavogs.

Lilja ákvað að kæra niðurstöðu jafnréttisnefndar en til þess þurfti hún að stefna Hafdísi, en það vakti nokkra athygli að ráðherra færi í mál gegn einstakling sem hið opinbera hefði þar að aukið brotið á samkvæmt úrskurði kærunefndar. En um enga aðra leið var að ræða fyrir Lilju til að freista þess að fá úrskurðinum hnekkt. Úr þessu hefur nú verið bætt með lagabreytingu og framvegis verður hægt að höfða mál gegn kærunefndinni sjálfri.

Taldi Lilja að lagalegur annmarki væri á úrskurði kærunefndarinnar og þyrftu dómstólar að fella efnislegan dóm um málið.

En Héraðsdómur hefur hafnað því að um annmarka hafi verið að ræða og úrskurður kærunefndar stendur því óhreyfður.

Þar að auki þarf ríkið að greiða málskostnað Hafdísar, alls 4,5 milljónir króan.

Fyrst var greint frá málinu hjá RÚV  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda