fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Hafnfirðingar takast á: Óskar sakaður um að ýta undir ofbeldisverk en svarar fullum hálsi – „Algjört rökþrot“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 30. janúar 2021 11:00

Samsett mynd - Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar og Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar og Hafnfirðingur, og Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og framsóknarmaður, tókust á í gær í gegnum Facebook-hóp er varðar ýmis bæjarmál í Hafnarfirði.

Deilur þeirra hófust þegar Óskar deildi eigin færslu á hópinn þar sem hann gagnrýndi bæjarstjórn fyrir val á fyrirtæki sem á að útvega húsnæði fyrir „nútímabókasafn“. Hann benti á að eigandi fyrirtækisins sem hefði orðið fyrir valinu væri nú rannsakaður fyrir stórfelld hvítflibbabrot. Færsla Óskars var eftirfarandi texti ásamt skjáskotum úr fréttum máli sínu til stuðnings:

„Virkilega flottur aðili sem Rósa bæjarstjóri var að fá til að selja eða leigja Hafnfirðingum húsnæði undir nýtt bókasafn. Um að gera að moka skattpeningum í menn sem standa í dómsmálum vegna stórfelldra skattsvika.“

Ágúst virtist ósáttur með þetta innlegg sem hann kallaði „ósmekklegt“. Hann sagði innlegg Óskars áhugavert í ljósi umræðu um hatursorðræðu síðustu daga. Þar virðist Ágúst vísa til umfjöllunar sem hefur myndast í kjölfar þess að skotið var á skrifstofu Samfylkingarinnar og að bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra. Hann segir að um sé að ræða tilraun til afvegaleiða umræðu um verkefni sem sé gott og gilt.

„Sæll Óskar. Mér þykir þetta alveg einstaklega ósmekklegt innlegg. Einnig áhugavert að þetta skuli koma frá einstaklingi, fyrrum ritara Samfylkingarinnar, sem hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum; sérstaklega í ljósi þeirrar umræðu um hatursorðræðu síðustu daga. Hér er einungis verið að gera ómerkilega tilraun til afvegaleiða umræðu um þetta góða verkefni. Verkefni sem hefur fengið mikla umræðu og var samþykkt án mótatkvæða í bæjarstjórn. Að lokum er rétt að benda á að það er ástæða fyrir dómstólum og réttarkerfinu yfir höfuð.“

Trúir ekki að innlegginu sé líkt við ofbeldisverk

Óskari virtist brugðið vegna svars Ágústs og spurði hvort hann væri ekki örugglega að vísa í umræðuna sem myndaðist í kjölfar áðurnefndra árása. Hann sagðist hreinlega ekki trúa því að ágúst væri að líkja innleggi hans og árásunum saman. Einnig sagði Óskar að Ágúst færi með rangt mál, og segir að umrætt mál hafi hvorki fengið mikla umræðu, né verið samþykkt samhljóða í bæjarstjórn. Í lok svars síns sagði Óskar að Ágúst hlyti að geta lagt meira til umræðunnar en „langsóttar tengingar við ömurleg ofbeldisverk“.

„Sæll Ágúst. Í hvaða umræðu ertu að vísa sérstaklega þegar þú talar um „umræðu um hatursorðræðu síðustu daga“? Ertu að segja að innlegg mitt hér sé hatursorðræða? Í garð hvers þá? Þetta væri gott að fá á hreint því ég vil hreinlega ekki trúa því að þú sért að líkja innleggi mínu hér við þau ofbeldisverk í garð stjórnmálafólks- og flokka sem framin hafa verið að undanförnu.“

„Þú hlýtur að geta lagt meira til þessarar umræðu en þessa heilögu vandlætingu og langsóttar tengingar við ömurleg ofbeldisverk gegn stjórnmálafólki að undanförnu.“

„Vont að þú sjáir ekkert athugavert“

Þá fullyrti Ágúst að hann væri ekki að líkja innleggi Óskars við umtalaðar árásir, heldur að orðræða hans gæti ýtt undir slíkan verknað. Einnig sagði hann sérstakt að óskar sæi ekkert athugavert við eigið innlegg.

„Sæll. Ég er ekki að líkja innleggi þínu sem slíku við þau sorglegu ofbeldisverk sem hafa beinst gegn stjórnmálafólki og flokkum undanfarið. Heldur getur sú orðræða sem þú viðhefur ýtt undir slíkan verknað. Þetta er tvennt ólíkt – en þó tengt. Umræðan hefur farið fram í bæjarráði, fyrir bæjarstjórnarfundi og í bæjarstjórn. Auk þess hefur farið fram ítarleg greining og mikil vinna í verkefnið innan stjórnsýslunnar, m.a. hagkvæmnisathugun. Þú verður að eiga þetta við sjálfan þig, en mér þykir hins vegar vont að þú sjáir ekkert athugavert við þetta innlegg þitt.“

Óskar bað þá Ágúst um að útskýra fullyrðingu sína um að færslan gæti ýtt undir ofbeldisverk, en hann sagði það til marks um algjört rökþrot að eðlileg pólitísk gagnrýni væri stimpluð sem hatursorðræða.

„Hér fullyrðir þú Ágúst Bjarni að þessi færsla mín geti ýtt undir ofbeldisverk gegn stjórnmálafólki. Þú átt þá væntanlega við Rósu Guðbjartsdóttur, því hún er eini stjórnmálamaðurinn sem ég nefni í færslu minni.

Ég bið þig um að útskýra þá fullyrðingu nánar því í mínum huga er þetta enn ansi langsótt hjá þér og reyndar til marks um algjört rökþrot að kalla eðlilega pólitíska gagnrýni hatursorðræðu.“

Þegar þessi frétt er skrifuð hefur Ágúst ekki svarað Óskari frekar, en mikil umræða hefur skapast um málið á umræddum Facebook-hópi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“