fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Fyrrverandi seðlabankastjóri greinir efnahagsleg áhrif sóttvarna

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 28. ágúst 2020 12:12

Már Guðmundsson er fyrrverandi seðlabankastjóri. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur skipað starfshóp sem vinna mun reglulegar greiningar á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum, með tilliti til hagsmuna ólíkra samfélagshópa og geira hagkerfisins.

Bæði verða metin skammtímaáhrif og áhrif á getu hagkerfisins til þess að taka við sér af krafti að nýju þegar faraldurinn og áhrif hans líða hjá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Skila reglulegum greiningum til ráðherra

Starfshóp ráðherra skipa Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, mun starfa með hópnum. Analytica ehf. verður starfshópnum til aðstoðar. Starfshópurinn skilar ráðherra reglulegum greiningum á efnahagslegum áhrifum valkosta í sóttvarnarmálum.

Djúpstæð áhrif á íslenskt efnahagslíf

„Heimsfaraldur COVID-19 og viðbrögð við honum hafa haft djúpstæð áhrif á íslenskt efnahagslíf frá því snemma á þessu ári. Stjórnvöld hafa beitt sérstökum úrræðum á landamærum til þess að takmarka útbreiðslu sjúkdómsins innanlands, m.a. með kröfum um sóttkví og skimanir, en slík úrræði hafa víðtæk efnahagsleg áhrif,“ segir í tilkynningunni.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti greinargerð og minnisblað þegar ákvarðanir voru teknar um breyttar aðgerðir á landamærunum í júní og ágúst. Því til viðbótar hefur ráðuneytið unnið minnisblöð um einstaka þætti og þróun mála fyrir ráðherranefndir og ríkisstjórn. Í ljósi þess að áhrifa faraldursins mun gæta a.m.k. næstu mánuði og að hann er síbreytilegur, bæði hérlendis og erlendis, þurfa viðbrögð stjórnvalda að vera í stöðugri endurskoðun. Mikilvægt er að unnin verði frekari greining á efnahagslegum kostnaði og ábata ólíkra sóttvarnaraðgerða og þeim valkostum sem helst kunna að koma til álita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær