fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Segir stjórnmál snúast um „læk“ en ekki stjórnmál

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 19:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins hélt fyrstu ræðu eldhúsdagsumræðna sem fram fara á Alþingi um þessar mundir. Gunnar fór um víðan völl, en lagði sérstaka áherslu á íslenskar auðlindir og orku.

Hann ræddi meðal annars um einelti og slæm vinnubrögð á Alþingi. Þar ásakaði hann ónefnda aðila um að „sá fræjum óheiðarleika en baða sig svo sjálfir í sviðsljósinu sem fórnarlömb hins sama.“

„Alþingi hefur átt í vök að verjast og öll þurfum við að læra af mistökum okkar. En það hefur verið nokkuð sérstakt nú í 11 ár að hlusta á þá sem helst kvarta yfir vinnubrögðum, einelti og slæmum anda að benda á flísina í auga náungans en sjá ekki bjálkann í eigin auga. Verstir eru þó þeir sem ýja að, sá fræjum óheiðarleika og eineltis en baða sig svo sjálfir í sviðsljósinu sem fórnarlömb hins sama.“

Þá sagði hann einnig að stjórnmál dagsins í dag snerust of mikið um „læk“ á samfélagsmiðlum í stað alvöru stjórnmála.

„Stjórnmál dagsins snúast of lítið um stjórnmál en meira um umbúðir og „læk“ á fésbókinni eða skjálfta í hnjám yfir því sem virkir í athugasemdum hafa fram að færa. Stjórnmálin eiga að snúast um sýn á samfélagið og mismunandi aðferðir við að ná þeirri sýn. Sýnin og aðferðirnar eiga svo að vera tilefni rökræðna.“

Að lokum varaði Gunnar Bragi við pólitískum rétttrúnaði. Hann sagði hættulegt ef að einhverjar skoðanir fá ekki að komast á yfirborðið.

„Engin ein skoðun er rétt og það er beinlínis hættulegt ef við bönnum eða hrekjum undir yfirborðið skoðanir sem okkur ekki hugnast. Forðumst rétttrúnaðinn og tökum frekar umræðuna við þá sem bera fram skoðanir eða stefnumál sem okkur líkar ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð