fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Eyjan

Segir stjórnmál snúast um „læk“ en ekki stjórnmál

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 19:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins hélt fyrstu ræðu eldhúsdagsumræðna sem fram fara á Alþingi um þessar mundir. Gunnar fór um víðan völl, en lagði sérstaka áherslu á íslenskar auðlindir og orku.

Hann ræddi meðal annars um einelti og slæm vinnubrögð á Alþingi. Þar ásakaði hann ónefnda aðila um að „sá fræjum óheiðarleika en baða sig svo sjálfir í sviðsljósinu sem fórnarlömb hins sama.“

„Alþingi hefur átt í vök að verjast og öll þurfum við að læra af mistökum okkar. En það hefur verið nokkuð sérstakt nú í 11 ár að hlusta á þá sem helst kvarta yfir vinnubrögðum, einelti og slæmum anda að benda á flísina í auga náungans en sjá ekki bjálkann í eigin auga. Verstir eru þó þeir sem ýja að, sá fræjum óheiðarleika og eineltis en baða sig svo sjálfir í sviðsljósinu sem fórnarlömb hins sama.“

Þá sagði hann einnig að stjórnmál dagsins í dag snerust of mikið um „læk“ á samfélagsmiðlum í stað alvöru stjórnmála.

„Stjórnmál dagsins snúast of lítið um stjórnmál en meira um umbúðir og „læk“ á fésbókinni eða skjálfta í hnjám yfir því sem virkir í athugasemdum hafa fram að færa. Stjórnmálin eiga að snúast um sýn á samfélagið og mismunandi aðferðir við að ná þeirri sýn. Sýnin og aðferðirnar eiga svo að vera tilefni rökræðna.“

Að lokum varaði Gunnar Bragi við pólitískum rétttrúnaði. Hann sagði hættulegt ef að einhverjar skoðanir fá ekki að komast á yfirborðið.

„Engin ein skoðun er rétt og það er beinlínis hættulegt ef við bönnum eða hrekjum undir yfirborðið skoðanir sem okkur ekki hugnast. Forðumst rétttrúnaðinn og tökum frekar umræðuna við þá sem bera fram skoðanir eða stefnumál sem okkur líkar ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sægreifarnir læsa klónum í Sýn – væla svo út af fjölmiðlastyrknum

Orðið á götunni: Sægreifarnir læsa klónum í Sýn – væla svo út af fjölmiðlastyrknum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Mælum rétt

Thomas Möller skrifar: Mælum rétt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Zoom drap Sókrates

Nína Richter skrifar: Þegar Zoom drap Sókrates
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi