fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Samkeppniseftirlitið heimilar samstarf keppinautanna Skeljungs og ODR vegna Covid-19

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. mars 2020 10:53

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað tiltekið samstarf Skeljungs og ODR sem felur í sér að fyrirtækin hafi kost á því að aðstoða hvort annað tímabundið við dreifingu eldsneytis á stöðum þar sem erfiðleikar koma upp vegna fámennis, veikinda eða annarra takmarkana sem stafa af COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Undanþágan er tímabundin og bundin skilyrðum skilyrðum sem tryggja eiga að samstarfið verði afmarkað við þau brýnu verkefni sem leysa þarf vegna aðstæðna sem skapast kunna vegna COVID-19.

Ákvörðunin felur í sér undanþágu frá banni samkeppnislaga við samstarfi keppinauta. Ákvörðunin er aðgengileg hér.

ODR er í eigu N1 (Festi) og Olíuverzlunar Íslands (Haga), en Skeljungur rekur birgðahald og dreifingu sjálfstætt.

Undanþágan er veitt með eftirfarandi skilyrðum:

1. Umrætt samstarf og samskipti á milli fyrirtækjanna skal afmarkað við markmið samstarfsins, líkt og því er lýst í ákvörðun þessari. Þannig tekur 3 undanþágan t.d. ekki til samræmingar á verði, þjónustu eða öðru því sem sjálfstæði skal ríkja um á milli keppinauta.

2. Hvor aðili um sig tilnefni tengilið sem annist samskipti félaganna vegna samstarfsins.

3. Tengiliðir félaganna haldi skrá yfir samskipti félaganna sem falla undir undanþáguna og þau dreifingarverkefni sem hvort fyrirtækið vinnur fyrir hitt. Þessar upplýsingar skulu vera aðgengilegar Samkeppniseftirlitinu þegar óskað er eftir.

4. Gæta skal að því að viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, um önnur atriði en undanþágan nær til, berist ekki á milli fyrirtækjanna.

Undanþágan gildir til 15. maí

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar