fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Yfirlæknir spáir nærri þreföldun smita um næstu mánaðamót – „Við verðum í sameiningu að ná að stöðva þennan faraldur“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. mars 2020 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftirfarandi er sett fram til fróðleiks með fyrirvara um að þar er eingöngu verið með stærðfræðilegum aðferðum að reyna rýna í mögulegan fjölda smita næstu tvær vikur miðað við fjölda smita frá 28. febrúar til 17. mars. Eingöngu er um stærðfræðilega spá að ræða. Vonandi nær samkomubannið að draga úr aukningu smita,“

skrifar Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á Facebook og Morgunblaðið greinir frá.

Hann birtir tvö súlurit með spá sinni um fjölda kórónuveirusmita þar sem hann gerir ráð fyrir alls 701 smitum hér á landi þann 1. apríl næstkomandi, eftir 13 daga.

Staðfest smit í dag eru 250 samkvæmt covid.is og því um 180% aukningu smita að ræða á 13 dögum.

Uppfært11.25

Smitum hefur þegar fjölgað um 80 síðan í gær og eru nú 330 þegar þetta er skrifað klukkan 11.25.

Samkvæmt landlækni er talið að kórónaveirusmit nái hámarki í kringum 10. apríl

Nauðsynleg tölfræði

Jón segir nauðsynlegt að hafa slíka tölfræði til hliðsjónar undirbúnings:

„Tilgangurinn er að hafa einhvern grunn til þess að áætla hvernig við getum þurft að undirbúa okkur. Ég hvet því alla til að fara að öllu eftir tilmælum sóttvarnarlæknis. Við verðum í sameiningu að ná að stöðva þennan faraldur,“

segir Jón.

Fyrri myndin sýnir þróun nýrra smita og heildarfjölda smita frá 28/2 til 17/3 samkvæmt tölum á covid.is. Seinni myndin sínir spána næstu tvær vikur ef við náum ekki að hemja smitin. Samkvæmt henni verða komin 701 smit 1. apríl segir Jón.

Hann segir að nauðsynlegt sé að týna til slíkar staðreyndir svo hægt sé að undirbúa sig það sem koma skal:

„Ég held við séum öll meira eða minna hrædd við CoViD faraldurinn þessa dagana, sum okkar vegna okkar eigin heilsu, sum vegna aðstandenda í áhættu hóp og enn aðrir vegna stöðu heilbrigðiskerfisins og þjóðfélagsins alls. Langflestir fylgja ráðleggingum sóttvarnarlæknis og reyna eftir bestu getu að forðast smit. Á sama tíma fáum við sífelldar fréttir og lýsingar frá öðrum löndum um skelfilegar afleiðingar faraldursins. Við þurfum að taka til okkar staðreyndir og undirbúa okkur fyrir það sem er framundan á sama tíma og við verðum að reyna að halda áfram með okkar líf,“

skrifar Jón.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði