fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Eyjan

Ólafur sakar Samfylkinguna um gyðingahatur og svik við íslenskan almenning

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 20:42

Ólafur Ísleifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Óskandi væri hún væri spurð í næsta viðtali í Ríkisútvarpinu hvernig á því stendur að hatur í stjórnmálum samtímans á sér einkanlega rætur í hennar flokki, Samfylkingunni, líka gyðingahatur ef út í það er farið,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, í FB-pistli um Ingibjörg Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formann Samfylkingarinnar.

Ingibjörg gegnir nú starfi framkvæmdastjóra lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE. Ólafur deilir frétt um viðtal RÚV við hana, þar sem hún lýsir áhyggjum af uppgangi pólitískra hreyfinga í evrópskum stjórnmálum. Í tilefni af þessu skrifar Ólafur:

Gott var að sjá Ingibjörgu Sólrúnu í víðvarpi ríkisins. Ég hefi alltaf metið hana mikils og finn til samkenndar, um 40 dagar milli okkar í aldri. Óskandi væri hún væri spurð í næsta viðtali í Ríkisútvarpinu hvernig á því stendur að hatur í stjórnmálum samtímans á sér einkanlega rætur í hennar flokki, Samfylkingunni, líka gyðingahatur ef út í það er farið. Fyrirbæri sem kom mér á óvart ætti sér ekki stað en sýnist skipta suma flokksfélaga Ingibjargar Sólrúnar miklu máli. Mínar bestu óskir til hennar og kærar kveðjur.

Hún er vitaskuld sérfræðingur í pópúlískum stjórnmálum og fengur að hennar sjónarmiðum í þeim efnum. Útilokað að flokkur hennar, Samfylkingin, hafi nokkru sinni lotið svo lágt að taka tillit til almenningsálits. Hitt er annað að almenningur á Íslandi þekkir á eigin skinni hvernig það er að eiga lífsafkomu og heimili undir Samfylkingunni. Nei takk sögðu tugþúsundir Íslendinga og flokkurinn mun vísast seint ná sér eftir að hafa sýnt fólki fram á hvaða hald reyndist í honum þegar kom að heimilum og fjölskyldum landsmanna, börnum, feðrum og mæðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindi fatlaðra er ruslatunna stjórnmálanna

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindi fatlaðra er ruslatunna stjórnmálanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd