fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Eyjan

Samfylkingin: „Skammarlegt. Raunverulegt velferðarsamfélag lætur slíkt ekki gerast“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. janúar 2020 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Samfylkingingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin bregðist strax við því ófremdarástandi sem nú ríkir á Landspítalanum, í ályktun sem send var á fjölmiðla í morgun:

„Starfsfólk lýsir neyðarástandi og á sama tíma krefst ríkisstjórnin milljarða niðurskurðar í rekstri. Það er skammarlegt. Raunverulegt velferðarsamfélag lætur slíkt ekki gerast,“

segir þar meðal annars.

Neyðarástand

Mikið hefur verið fjallað um vanda bráðamóttöku Landspítalans undanfarið og segja læknar að neyðarástand ríki á vinnustaðnum, sem sé alls ekki búinn undir meira álag. Hefur vöngum verið velt upp hvernig fari ef stórt slys verði, til dæmis rútuslys, því bráðamóttakan sé illa undir slíkt búin.

Þegar hefur að minnsta kosti eitt dauðsfall verið rakið til álagsins á deildinni, þar sem alvarlega veikur maður var sendur heim með ranga greiningu og lést í kjölfarið.

Hefur heilbrigðisráðherra sagt að engar skyndilausnir séu til við vandanum. Vandinn er sagður blanda af skipulagsleysi stjórnenda spítalans, sem og fjársvelti hins opinbera.

Ályktun þingflokksins í heild:

Lýsingar á aðstæðum sjúkra og vinnuumhverfi starfsfólks á bráðamóttöku og öðrum deildum Landspítalans sýna að ástandið þar er ekki sæmandi velferðarsamfélagi eða okkur sem þjóð. Staðan á Landspítalanum er með öllu ólíðandi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Landspítalinn og heilbrigðiskerfið allt býr við langvarandi álag, undirmönnun og fjársvelti.  Starfsfólk lýsir neyðarástandi og á sama tíma krefst ríkisstjórnin milljarða niðurskurðar í rekstri. Það er skammarlegt. Raunverulegt velferðarsamfélag lætur slíkt ekki gerast. Í heilbrigðismálum eru Íslendingar eftirbátar hinna norrænu ríkjanna, hvort sem litið er til fjármögnunar eða aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk. Stjórnarflokkarnir hafa ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar um aukin fjárframlög til heilbrigðismála. Kjarasamningar fjölda heilbrigðisstétta hafa verið lausir í meira en níu mánuði. Í þeim hópi eru stórar kvennastéttir, svo sem hjúkrunarfræðingar, lífeindafræðingar, sjúkraliðar, ljósmæður og annað starfsfólk sem heldur daglegum rekstri heilbrigðiskerfisins gangandi. Þessi seinagangur er óásættanlegur. Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin bregðist strax við þessu ófremdarástandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
Eyjan
Fyrir 1 viku

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi