Allar Vínbúðir ÁTVR verða lokaðar ákveðna daga í mars og apríl ef ekki nást samningar milli BSRB og ríkisins fyrir 9. mars. Þá mun skella á verkfall hjá félagsmönnum Sameykis-stéttarfélagi í almannaþjónustu, en margir félagsmanna vinna hjá ÁTVR.
Samkvæmt Morgunblaðinu verður öllum verslunum lokað sem og dreifimiðstöð á vegum ÁTVR eftirfarandi daga:
9.-10. mars
17.-18. mars
24. og 26. mars
31. mars
1. apríl
15.-25. apríl