fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis í Árborg hafin – Ríkið greiðir meirihlutann

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. nóvember 2019 19:00

Svandís Svavarsdóttir og Gísli Halldór Halldórsson taka skóflustungu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Árborgar tóku fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili fyrir íbúa sveitarfélaga á Suðurlandi síðastliðinn föstudag. Byggingaframkvæmdir hefjast af fullum krafti í desember. Stefnt er að því að hjúkrunarheimilið verði tilbúið til notkunar haustið 2021. Með tilkomu heimilisins fjölgar hjúkrunarrýmum á svæðinu um 25 frá því sem nú er, samkvæmt tilkynningu.

Hjúkrunarheimilið mun rísa við hlið Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, nærri bökkum Ölfusár. Byggingin verður rúmlega 4.000 fermetrar, hringlaga á tveimur hæðum með stórum og skjólgóðum garði í miðjunni. Skrifað var undir samninga um byggingu hjúkrunarheimilis á þessum stað haustið 2016 og var þá ráðist í samkeppni um hönnun þess. Arkítektastofan Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps. urðu hlutskörpust með frumlegri hönnun hringlaga húss með lokuðum garði í miðjunni sem bæði eykur öryggi íbúa og möguleika þeirra til útivistar.

Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar eru 2,9 milljarðar króna og er verkefnið fjármagnað þannig að 84% kostnaðarins greiðist úr ríkissjóði og Framkvæmdasjóði aldraðra en sveitarfélagið Árborg greiðir 16% framkvæmdakostnaðar. Fyrirtækið Eykt annast framkvæmdir samkvæmt niðurstöðum útboðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu