fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Vigdís segir Dag færa umræðuna niður á leikskólastig – Vissi ekki hvað umferðarljós væru

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 16. október 2019 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri þurfti að útskýra afar eðlilegan hlut fyrir borgarfulltrúanum Vigdísi Hauksdóttur á borgarstjórnarfundi í gær.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði á fundinum að meirihlutinn væri að þjófstarta með útboði á stýrikössum þar sem borgin hefur á síðustu 12 mánuðum komið fyrir 8 nýjum stýrikössum með 40 skynjurum. Vigdís hneykslaðist á því að í rammasamkomulaginu sé gert ráð fyrir því að skipta eigi út 50 stýrikössum með 250 skynjurum en það átti eftir að samþykkja samninginn.

Vigdís sakaði Dag um að vera að snúa út úr á fundinum en hún hafði ekki hugmynd um hvað Dagur væri að tala um þegar hann talaði um einhverja gula og græna liti.

„Ég veit ekkert hvað borgarstjóri er að tala um þegar hann er að tala um gulur, grænn og gulur litur. Líklega er hann að tala um ljósin sem eru á þessum kössum, líklega.“

Dagur fór upp í pontu á eftir Vigdísi til að útskýra fyrir Vigdísi hvað það var sem hann var að tala um. Dagur velti því fyrir sér hvort Vigdís væri að grínast og sagði að flestum sem eru orðnir eldri en 5 ára sé ljóst að Vigdís sé að reyna að slá ryki í augu fólks.

„Umferðarljós eru þannig að ljósin er þrískipt; efst er rauður og það þýðir stopp, næst er gulur og það er hinkraðu og síðan er það grænn og það er að þú megir fara yfir götuna. Það að hér sé í alvöru verið að eyða tíma borgarstjórnar með því að þykjast ekkert skilja í því hvað rauður, gulur og grænn hafa með umferðarljós að gerast er nokkuð langt gengið. Annað hvort er borgarfulltrúinn að grínast eða gera sér upp einhvern misskilning en vitið til, þetta er ekki að gera umræðunni neitt gagn.“

Vigdís fer þá aftur upp í pontu og segir Dag vera að draga umræðuna niður á leikskólastig.

„Þetta er taktíkin, að afvegaleiða umræðuna. Taka hana út úr málefnalegum fasa og færa hana ofan í sandkassann. Til hamingju með daginn Reykvíkingar að eiga slíkan borgarstjóra.“

Myndband af atvikinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en það hefst þegar um 4 klukkustundir eru liðnar af upptökunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru