fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Einn og hálfur milljarður í lóðir í Reykjavík

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls bárust 42 gild tilboð í byggingarrétt til sölu á Bergþórugötu, Bústaðaveg og Hraunbæ með útboðsfyrirkomulagi. Í mars sl. auglýsti Reykjavíkurborg til sölu byggingaréttinn og samanlagt nema hæstu tilboð tæpum einum og hálfum milljarði króna eða 1.463.291.050 kr, samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Tilboðsfrestur var til 10. apríl 2019 og voru tilboð opnuð sama dag. Haft hefur verið samband við hæstbjóðenda þar sem óskað er eftir að þeir skili gögnum sem kveðið er á um í úthlutunar- og útboðsskilmálum hverrar lóðar.

Um er að ræða sölu á: 

  • Bergþórugötu 18 íbúðarhúsalóð fyrir allt að þrjár íbúðir.
  • Bústaðaveg 151B fyrir allt að 3.815 fermetra atvinnuhúsnæði ofanjarðar auk bílakjallara.
  • Bústaðaveg 151C fyrir allt að 3.673 fermetra atvinnuhúsnæði ofanjarðar auk bílakjallara.
  • Hraunbæ 133 íbúðarhúsalóð fyrir allt að 58 íbúðir.
  • Hraunbæ 143 íbúðarhúsalóð fyrir allt að 58 íbúðir.

Samþykki tilboða og úthlutun lóða er í höndum borgarráðs og gert er ráð fyrir að hæstu tilboð verði lögð fyrir borgarráð til samþykktar í maí.

Nánari upplýsingar má finna á:

www.reykjavik.is/lodir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“