fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Eyjan

Algjör sigur alþjóðavæðingarinnar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 7. mars 2019 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við getum reynt að vera þjóðernissinnar en alþjóðavæðingin hrifsar okkur með sér hvort sem við viljum eða ekki. Hið þjóðlega á ekki séns. Erlendir fjöl- og samskiptamiðlar ryðja þeim íslensku burt, það þarf mikið átak til að þeir eigi sér viðreisnar von, íslenskur vinnumarkaður er orðinn alþjóðlegur eins og Ásgeir Jónsson skýrir í merkilegu viðtali í Fréttablaðinu í dag,

Okkar daglega fæði eru pítsur, hamborgarar, kebab, taco og kjúklingar. Neyslan á lambi og fiski minnkar stöðugt.

Óvíða er þetta þó greinilegra en í fótboltanum. Þar er alþjóðavæðingin grímulaus.

Tugþúsundir Íslendinga fylgjast í ofvæni með enskum liðum sem eru í eigu bandarískra fyrirtækja, olíufursta frá Persaflóa og rússneskra ólígarka.

Knattspyrnumennirnir koma alls staðar að af plánetunni. Liðin eiga að heita ensk en í sumum þeirra er ekki einn einasti enskur leikmaður. Englendingar ætla að endurheimta hið þjóðlega með því að ganga úr ESB en staðreyndin er sú að fáir staðir eru jafn ofurseldir hnattvæðingu.

Peningaveltan er ótrúleg, mest gengur þetta út á að selja einhvern varning, auglýsingar og sjónvapsréttindi – allt á alþjóðlega vísu.

Enginn hefur áhuga á KR, Val eða Skaganum lengur. Vellirnir á Íslandi standa tómir. Glóbalið ryður lókalinu miskunnarlaust burt.

Þúsundir barna hér eru alin upp í trú á United og Liverpool, ferðirnar á Trafford og Arnfield eru eins og innvígsla þar sem allir fara í búninga. Sum börnin fá búininginn strax við fæðingu.

Skapsveiflur á heimilum landsins ráðast svo af gengi þessara liða.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni