fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Eyjan

Stjórnarmaður segir laun Lilju sanngjörn: Svo miklar líkur á því að enda í fangelsi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 11:00

Lilja Björk Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laun Lilju Einarsdóttur, Landsbankastjóra, hafa verið hitamál vikunnar. Þau hækkuðu í tvígang á innan við ári, um alls 82 prósent, eð 1,7 milljónir á mánuði. Flestir hafa lýst yfir hneykslun sinni, þar á meðal forsætisráðherra og fjármálaráðherra, sem hefur kallað eftir skýringum, enda er það yfirlýst stefna yfirvalda, sem eiga bankann, að launahækkanir ríkisforstjóra séu hóflegar.

Í viðskiptablaði Fréttablaðsins, Markaðnum, birtist hinsvegar nafnlaus pistill í dag undir liðnum „Stjórnarmaðurinn“. Þar eru há laun réttlætt með ýmsum hætti.

Í fyrsta lagi með því að nefna að laun Lilju séu ennþá með þeim lægstu þegar kemur að bankastjórum:

„Talsverð læti hafa verið vegna skarpra launahækkana bankastjóra Landsbankans sem hafa nánast tvöfaldast á átján mánuðum. Þrátt fyrir launahækkanirnar er Landsbankastjórinn launalægsti bankastjóri landsins en kollegi hennar hjá ríkisbankanum Íslandsbanka er með um fjórðungi hærri laun. Höskuldur Ólafsson í Arion er hins vegar í nokkrum sérflokki með réttar sex milljónir. Sá grundvallarmunur er þó á að síðastnefndi bankinn er í einkaeigu og því kannski eðlilegt að þar sé málum skipað með nokkuð öðrum hætti en hjá ríkisbönkunum.“

Fangelsisdómar í bunkum

Þá er vikið að ábyrgð hinna háttsettu stjórnenda, sem réttlæti launin:

„Hvernig sem því er snúið er staðreyndin sú að á Íslandi fylgir því mikil ábyrgð að taka að sér stjórnunarstöður, einkum í fjármálafyrirtækjum. Stjórnendur hafa undanfarinn áratug fengið áralanga fangelsisdóma í bunkum fyrir ákvarðanir sem þeir tóku við störf sín. Í sumum tilfellum virðist þunn lína milli þess hvort verið sé að refsa þeim fyrir efnahagsglæpi, eða einfaldlega slæmar viðskiptaákvarðanir, sem jafnvel hafa verið teknar undir fordæmalausri pressu. Í því samhengi er það spurning um sjónarhorn hvort bankastjórnendur teljist hafa of há laun. Hið minnsta er ljóst að afleiðingarnar geta orðið gríðarlegar ef þeim verður á í starfi.“

Popúlísk ákvörðun og prósentustökk

Þá er nefnt að þrátt fyrir að Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka hafi lækkað laun sín um 14 prósent, sem vafalaust hafi verið „popúlísk“ ákvörðun, sé hún ennþá með hærri laun en kollegi sinn hjá Landsbankanum.

Þá segir að prósentustökk séu góður „fyrirsagnamatur“ sem segi þó ekki alla söguna. Vissulega gefi það óheppileg skilaboð í kjaraviðræðurnar, en það sé hinsvegar hið opinbera sem upphaflega velti „skriðunni“ af stað.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, vekur athygli á pistlinum á Twitter í dag:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun