fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Segir stjórnarliða sameinast í að halda hlífiskildi yfir Ásmundi og draga upp mynd af henni sem hvatvísum fúskara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 29. apríl 2018 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis segir stjórnarliða hafa verið snögga við að þétta raðirnar í máli Braga Guðbrandssonar, lýsa yfir stuðningi við félagsmálaráðherra og reyna að útmála hana sem hvatvísan fúskara.

Málið hófst með ítarlegri fréttaskýringu Stundarinnar þar sem greint er frá því að Bragi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Barnaverndarstofu, hafi beitt sér fyrir því að maður sem grunaður var um misnotkun á dætrum sínum fengið umgengni við þær. Er því haldið fram að Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, hafi leynt þessum upplýsingum fyrir velferðarnefnd Alþingis er afstaða var tekin til þess í febrúar hvort Bragi Guðbrandsson yrði tilnefndur af Íslands hálfu í framboð til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, en kjörið fer fram á næstu dögum.

Í fjölmiðlum í gær kom fram að velferðarnefnd hefði fengið þessi gögn og sakaði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, meðlimi nefndarinnar um að hafa ekki lesið gögnin. Samkvæmt umræðum í Silfrinu á RÚV í dag er málið hins vegar ekki svona einfalt. Þar sagði Hallóra Mogensen:

„Það hefur ekki farið framhjá mér hvað stjórnarliðar eru fljótir að þétta raðirnar. Forsætisráðherra stígur strax fram og lýsir yfir trausti á ráðherra og talar um að hann hafi lofað velferðarnefnd öllum gögnum. Síðan kemur Sigurður Ingi með sömu tugguna í Víglínunni í gær, þar sem hann í raun segir Velferðarnefnd ekki hafa sinnt sínum skyldum, á meðan við vorum þrjú í nefndinni sem kölluðum eftir þessum gögnum, sem ráðherra er að tala um. Og við þurftum að bíða í mánuð eftir þeim. Þau komu til okkar á þriðjudaginn en það er lögbundin skylda að skila svona gögnum á sjö dögum. En gögnin koma til okkar mjög seint, bara rétt áður en þessi umfjöllun fer af stað.

Ef við hefðum fengið þessi gögn í febrúar þá held ég að málið liti allt öðruvísi út í dag. En af því svo var ekki þá skoðaði ég þessi gögn í gær og ég má ekkert tala um þau. En ég get sagt að ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir í febrúar þá hefði ekki verið svona auðvelt fyrir ríkisstjórnina að tilnefna Braga í þetta starf til Sameinuðu þjóðanna. Núna er mögulega orðið of seint að taka þá ákvörðun til baka.

Birgir Ármannsson {þingmaður Sjálfstæðisflokksins} hikar ekki við að lýsa yfir stuðningi við Braga en hann sat ekki í velferðarnefndinni og hefur ekki séð þessi gögn. En hikar ekki við að segja að aðrir hafi hlaupið á sig. Málið er augljóslega núna að mála mig, formann Velferðarnefndar, upp sem einhvern fúskara, sem hefur hlaupið á sig. Þetta er mjög kunnuglegt stef fyrir okkur Pírata. Síendurtekið erum við máluð upp sem vænisjúkir, hvatvísir fúskarar. Þetta var gert í uppreisn æru málinu, Landsréttarmálinu, akstursmálinu. Við keyrðum þessi mál áfram þrátt fyrri að nákvæmlega sama taktík væri spiluð þar.“

Sjá nánar í Silfrinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“