fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Eyjan

Aðeins 73 milljarðar af 258 fóru í vegamál: „Þessi útskýring hjá forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar er náttúrulega einn risastór brandari“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. desember 2018 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls 73 milljarðar króna hafa farið í viðhald vega  og nýframkvæmda frá árinu 2014. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af ökutækjum eru á sama tíma um 331 milljarðar. Mismunurinn er 257,760 milljarðar, eða um 28 prósent, sem notaðir hafa verið í eitthvað annað en viðhald vega og nýframkvæmda síðustu fimm árin. Bændablaðið greinir frá þessu.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, setur þetta í samhengi við fyrirhugaða innheimtu vegtolla á næsta ári, verði frumvarp samgönguráðherra að veruleika. Blöskrar honum að stjórnvöld ætli að leggja á nýjan skatt, meðan ekki er einu sinni verið að fullnýta tekjurnar af þeim skatti sem fyrir er:

„En nú stendur til að taka 60 milljarða lán sem verður greitt niður með vegtollum, en forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar segja að þetta sé bráðnauðsynlegt vegna vegna þess að á komandi árum muni tekjustofnar ökutækja dragast saman með aukningu á rafmagnsbílum. Þessi útskýring hjá forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar er náttúrulega einn risastór brandari ,því samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hafa um 258 milljarðar af 5 ára skatttekjum af ökutækjum ekki nýttir til vegamála! Takið eftir 258 milljarðar á síðustu 5 árum hafa ekki verið nýttir til vegamála og svo tala forsvarsmenn stjórnvalda um að vegtollar séu nauðsynlegir því tekjustofnar af ökutækjum muni dragast saman á næstu árum en stjórnvöld eru ekki einu sinni að nýta það fé sem nú þegar kemur frá skattgreiðendum ökutækja.“

Þá segir Bændablaðið að miðað við áætlaða landsframleiðslu ársins 2017, rúma 2600 milljarðar króna, þá sé áætlaður kostnaður vegna umferðarslysa rúmir 73 milljarðar, eða 2,5 prósent af landsframleiðslunni, sem er svipuð upphæð og tekjurnar af eigendum ökutækja.

Það er 3,5 sinnum meira en verja skal til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfinu árið 2018. Því hljóti það að teljast forgangsmál að ná þessum kostnaði niður með verulegum umbótum á vegakerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“