fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Eyjan

Þorsteinn Már: „Ekki hjá því komist að kæra Má Guðmundsson til lögreglu“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 16:15

Már Guðmundsson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vill að stjórnendur Seðlabankans, þau Már Guðmundsson Seðlabankastjóri og Sigríður Logadóttir, yfirlögfræðingur bankans, verði leyst frá störfum vegna rangra sakargifta í garð Samherja. Segir hann ekki hjá því komist að kæra Má til lögreglu, í viðtali við Viðskiptablaðið.

Þorsteinn hefur verið harðorður í garð Seðlabankans og seðlabankastjóra frá því að Hæstiréttur ógilti stjórnvaldssekt bankans í garð Samherja, fyrir meint brot á gjaldeyrislögum:

„Við viljum að sjálfsögðu að þeir sem bera ábyrgð á því að þetta hafi getað gengið svona lengi og hvernig búnar hafa verið til ásakanir gegn okkur verði að sæta ábyrgð. Það á að sjálfsögðu að fjarlægja Má Guðmundsson [seðlabankastjóra] og Sigríði Logadóttur [yfirlögfræðing Seðlabankans] úr bankanum sem dæmi. Það verður ekki hjá því komist að kæra Má Guðmundsson til lögreglu vegna rangra sakargifta. Hvað við kærum marga fer að sjálfsögðu eftir því hvernig þeir sem bera ábyrgð á bankanum ætla að haga sér. Við hjá Samherja erum ekki langrækin og viljum fá að horfa til framtíðar og einbeita okkur að því sem við erum best í,“

segir Þorsteinn Már við Viðskiptablaðið í dag og kallar eftir gögnum Seðlabankans um málið, en hann segir að bankinn hafi gert mistök við einfalda meðaltalsútreikninga. Segir Þorsteinn einnig að orðstír Samherja hafi beðið hnekki vegna málsins og hafi misst af viðskiptatækifærum vegna þess.

Katrín kallar eftir skýringum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hlaut einnig gagnrýni vegna aðkomu sinnar að málinu strax eftir dóm Hæstaréttar, fyrir að taka með silkihönskum á Má Guðmundssyni Seðlabankastjóra. Hún sagði að dómurinn hefði ekki áhrif á stöðu Más, málið væri ekki þannig vaxið.

Í kjölfarið rigndi gagnrýni yfir Katrínu fyrir þessa afstöðu sína. Jón Steinar Gunnlaugsson talaði um spillingu á Íslandi:

„En þá birtist í fjölmiðlum forsætisráðherra þjóðarinnar, en samkvæmt lögum skipar sá ráðherra bankastjórann til starfa og ætti því að víkja honum úr starfi vilji hann ekki víkja sjálfur. Dómurinn hefur ekki áhrif á stöðu seðlabankastjóra segir ráðherrann! Hér birtist okkur hin íslenska leið. Engu máli skiptir þó að opinberir starfsmenn misfari með vald sitt og valdi borgurum að ólögum bæði fjárhagslegu og persónulegu tjóni. Þeir skulu enga ábyrgð bera á athöfnum sínum. Kannski við ættum að biðja stjórnmálamenn, sem taka svona afstöðu, að hlífa okkur í framtíðinni við orðagjálfri um ábyrga og vandaða stjórnsýslu? Þeir sem þannig tala reglulega eru ekki síður en hinir botnsokknir í þá spillingu sem ríkir á Íslandi við meðferð opinbers valds.“

Á mánudag sendi Katrín bréf til formanns bankaráðs Seðlabankans, þess efnis að bankinn hefði fram til 7. desember til að gera grein fyrir Samherjamálinu og með hvaða hætti bankinn hygðist bregðast við dómi Hæstaréttar. Sá hún ástæðu til að minna Seðlabankann á, að lög um hann væru til heildarendurskoðunar í ráðuneytinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum

Björn Jón skrifar: Sukkið vestur á Melum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir