fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Vill ekki að þingmenn ákveði eigin laun á ný og vísar í eftirlaunaósómann: „Var sjálftakan grímulaus, af blárri hendi þeirra sem þykjast vita mest og best“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. júní 2018 10:30

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar hugleiðingar sínar um kjör þingmanna á Facebooksíðu sinni í gær. Þar reifar hann þá skoðun sína að gott sé að leggja niður kjararáð, en honum lítst ekki á að þingmenn skuli ákveða eigin laun á ný.

Tilefnið er frétt Stundarinnar um að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, sé launahæsti fjölmiðlamaður landsins með 5,7 milljónir á mánuði, þar sem eftirlaun hans sem fyrrum forsætisráðherra, eru stór hluti þeirrar summu.

Björn deilir fréttinni á síðu sinni og gefur álit sitt á eftirlaunalögunum umdeildu frá árinu 2003, í tíð Davíðs Oddsonar sem forsætisráðherra. Samkvæmt þeim voru eftirlaun „þaulsetinna forsætisráðherra sérstaklega hækkuð umfram aðra ráðherra,“ segir í fréttinni. Lögin voru afnumin árið 2009 af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Björn Leví segir að eftirlaunalögin hafi líklega verið ólögleg:

„Svona var sjálftakan grímulaus, af blárri hendi þeirra sem þykjast vita mest og best um stöðugleika og aðhald í fjármálum. Því miður er ekki hægt að vinda ofan af þessum réttindum en maður myndi halda að svona sjálftaka væri ekki bara siðlaus heldur líka ólögleg. Þannig er ábyrgð þingsins, ekki bara lagasetning, heldur sannfæring. Var þetta sannfæring þeirra þingmanna sem samþykktu þetta? Myndu þeir gera þetta aftur?“

Í framhaldinu veltir Björn Leví því fyrirsér hvað taki við af kjararáði, sem, lagt verður niður þann 1. júlí. Hann segir það aftur verða á ábyrgð þingmanna að ákveða eigin laun:

„Nú á að leggja niður kjararáð, sem er gott út af fyrir sig af því að það hefur algerlega brugðist hlutverki sínu. En hvað tekur við? Miðað við tillögur sem liggja fyrir þá munu þingmenn aftur þurfa að ákveða breytingar á eigin launum. Hversu lengi mun það endast? Hvers vegna ekki að setja kjararáði þau takmörk sem þinginu er gert að miða við í stað þess að fara aftur í að láta þingmenn kjósa um eigin laun? Ég styð svo sem að leggja niður kjararáð … en það er ekki sjálfgefið að það sem komi í staðinn verði betra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“