fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Birgitta Jónsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram til þings á nýjan leik – Skiptir engu þótt kjörtímabilið verði stutt

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 3. ágúst 2017 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ætlar ekki að bjóða sig fram til Alþingis á nýjan leik þegar kjörtímabilinu lýkur. Hún segir það ekki skipta máli hvort kjörtímabilið verði stutt eða langt. Hún hefur setið á þingi frá 2009. Fyrst fyrir Borgarahreyfinguna, sem varð skammlíf, en síðan undir merkjum Hreyfingarinnar. Hún kom að stofnun Pírata og var í fararbroddi hjá flokknum í þingkosningunum 2013. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Birgittu að það sé ekki hollt að sitja of lengi á þingi og enginn sé ómissandi. Fyrir síðustu kosningar sagði Birgitta að hún ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri en henni snerist hugur og var aftur kjörin á þing. Hún sagði að þekking hennar gæti nýst nýjum þingmönnum Pírata sem væru reynslulausir hvað varðar þingstörf.

Birgitta sagði í samtali við Fréttablaðið að þingmannsstarfið sé samfélagsþjónusta og að hún vonist til að hún hafi gert gagn. Hún sagði að ný verkefni bíði hennar að þingmennsku lokinni en skýrt verði frá hver þau eru síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“