fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

„Bjarni virðist ætla að hafa íslenska háttinn á og bíða af sér storminn og vona að raddirnar þagni“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 2. ágúst 2017 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Guðmundsson, Bjarni Benediktsson og Nína Rún Bergsdóttir. Samsett mynd/DV

„Ef það er eitthvað sem einkennir íslensk stjórnmál öðru fremur þá er það að láta mál reka á reiðanum þar til allt er komið í óefni. Vandinn er hins vegar sá að samfélagið líður oftar en ekki fyrir þetta vegna þess að vandamálin vaxa, hvers eðlis sem þau eru, á meðan ekkert er gert. Afleiðingarnar geta til dæmis verið efnahagshrun sem skaðar allt samfélagið en þær geta líka verið einstaklingsbundnari þó svo við sem samfélag hefðum átt að geta komið í veg fyrir skaðann. Komið í veg fyrir að manneskja sitji eftir með djúp sár sem gróa seint og illa en eru af einhvers annars völdum. Sár af völdum kynferðisofbeldis er eitt skýrasta dæmið um þetta og þó svo viðkomandi ofbeldismanni sé refsað þá er vandamálið ekki að fara neitt. Sársauki þolandans er enn til staðar.“

Þetta segir Magnús Guðmundsson menningarritstjóri Fréttablaðsins í leiðara blaðsins í dag. Vitnar hann í doktorsritgerð Sigrúnar Sigurðardóttur lektors í hjúkrunarfræði við HA sem sýndi fram á mikilvægi þess að þolendur kynferðsofbeldis fái viðeigandi meðhöndlun, eitthvað sem ekki sé í boði í dag. Þvert á móti ýti ríkisvaldið vandanum á undan sér og margfaldi afleiðingarnar:

Nú stendur ríkisvaldið líka frammi fyrir þeim vanda að konur sem voru barnungar beittar kynferðislegu ofbeldi ætla ekki að sætta sig við að ríkisvaldið þurrki sögu þeirra út. Ákveði fyrir þeirra hönd að það sé eins og það hafi aldrei gerst. Réttmætt andóf þessara kvenna og aðstandenda þeirra virðist vera vandamál fyrir ríkisvaldið,

segir Magnús og vísar til viðtals við Nínu Rún Bergsdóttur, sem var misnotuð af Robert Downey. Sagði hún að hún hafi í tvígang reynt að kalla eftir viðbrögðum frá Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á Facebook vegna málsins án árangurs.

„Hvað gerðist í þessu ferli? Af hverju er öll þessi leynd?“

Bjarni sagði við RÚV í júní síðastliðnum að hann hefði tekið við niðurstöðu úr ráðuneytinu, ekki væri hægt að láta tilfinningar hafa of mikil áhrif í þessu máli og að ætti að gefa fólki annað tækifæri. Nína Rún sagði í viðtali við DV í vikunni að hún vildi fá að vita hvað hafi leitt til ákvörðunarinnar:

Af hverju vill hann ekki hlusta á okkur? Af hverju veitir hann manni sem var dæmdur fyrir að ræna æsku fimm ungra stúlkna og hefur verið kærður af þeirri sjöttu uppreist æru og neitar að tjá sig um það? Hvað gerðist í þessu ferli? Af hverju er öll þessi leynd? Er eitthvað sem hann vill ekki að við komumst að? Maðurinn missti æruna við að brjóta á okkur. Bjarni ætti að sýna okkur þá virðingu og heiðarleika að svara spurningum okkar,

sagði Nína Rún. Bjarni vildi heldur ekki ræða málið á Twitter og útilokaði Snæbjörn Brynjarsson Pírata þegar Snæbjörn spurði hvers vegna Bjarni hafi veitt Robert uppreisn æru.

Sjá einnig: Jón Steinar segir Robert Downey eiga skilið fyrirgefningu

Magnús segir að Bjarni sé að bíða af sér storminn og voni að raddirnar þagni:

Bjarni virðist ætla að hafa íslenska háttinn á og bíða af sér storminn og vona að raddirnar þagni. En það er einungis rétt að benda á að það leynir sér ekki að þetta er vandamál sem er ekki að fara að gufa upp, þvert á móti vex það með degi hverjum. Því þau sem kalla eftir gagnsæi, ábyrgð, réttlæti og breytingum til hins betra eru ekki rekin áfram af pólitískum metnaði eða sérhagsmunum, heldur af kærleika og vilja til þess að bæta samfélagið. Það er afl sem enginn getur beðið af sér.

Uppfært 17:23

Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar kom fram að Bjarni Benediktsson hafi verið starfandi innanríkisráðherra þegar Robert Downey fékk uppreisn æru, var það haft eftir RÚV. Tillaga þáverandi innanríkisráðherra var kynnt á ríkisstjórnarfundi 15. september 2016, af þáverandi forsætisráðherra, en slík mál koma einungis til kynningar en ekki samþykktar í ríkisstjórn.  Innanríkisráðuneytið sendi tillöguna til forseta sem samþykkti hana 16. september. Á þeim tíma gegndi Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, ekki fyrir innanríkisráðherra, heldur einungis á tímabilinu 27. október til 18. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“