fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Moon: Ekkert stríð á Kóreuskaga

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2017 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu. Mynd/EPA

Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu segir að það verði ekkert stríð á Kóreuskaganum, stjórnvöld í Seúl séu með neitunarvald ef Bandaríkin hyggjast beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Moon lét þessi orð falla á blaðamannafundi í tilefni af 100 daga setu hans á forsetastóli, bað hann suður-kóresku þjóðina að trúa því staðfastlega að það verði ekkert stríð milli Norður- og Suður-Kóreu:

Ég mun koma í veg fyrir stríð hvað sem það kostar,

sagði Moon. Spennan milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna hefur verið mikil síðustu vikur vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreumanna. Hafa Norður-Kóreumenn verið beittir viðskiptaþvingunum, brugðust þeir ókvæða við og hafa Norður Kóreumenn sagt að þeir séu með áætlun um að gera eldflaugaárás á herstöð Bandaríkjanna í Gúam. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að „eldi og óhemju“ myndi rigna yfir Pyongyang  ef þeir myndu ráðast á sig eða bandamenn sína. Kim Jong-Un einræðisherra Norður-Kóreu hefur svo dregið í land með eldflaugaárásina og sagði norður-kóreska ríkissjónvarpið að hann væri nú að „fylgjast grannt með“ Bandaríkjamönnum.

Moon sagði að Norður-Kóreumenn yrðu að láta af hótunum sínum og ganga að samningaborðinu, ef þeir gerðu það ekki stæðu þeir frammi fyrir frekari viðskiptaþvingunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti