fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Meirihluti ráðherra styrkti Hinsegin daga

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2017 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti ráðherra í ríkisstjórninni styrktu Hinsegin daga 2017 með skúffufé sínu. Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Jón Gunnarsson samgönguráðherra styrktu ekki Hinsegin daga 2017 með skúffufé sínu. Á mbl.is í dag má finna sundurliðun útgjalda af ráðstöfunarfé ráðherra það sem af er þessu ári, á fjárlögum eru samtals rúmar 40 milljónir til ráðherra en engar samræmdar reglur eru um úthlutun á féinu. Það sem af er þessu ári hafa ráðherrar úthlutað tæpum 7,5 milljónum króna, hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála úthlutað mest, eða 2,2 milljónum króna.

1,35 milljón af skúffufé til Hinsegin daga

Athygli vekur að sex ráðherrar af ellefu úthluta Hinsegin dögum 2017 fé. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra úthlutaði 200 þúsund krónum, Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra 300 þúsund krónum, Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra úthlutaði 350 þúsund krónum og er það hans eina úthlutun. Óttarr Proppé úthlutaði 200 þúsund krónum, Þórdís Kolbrún úthlutaði Hinsegin dögum 150 þúsund krónum sem og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Alls 1.350.000 krónur.

Þrír ráðherrar ekki úthlutað neinu

Björt Ólafsdóttir hefur úthlutað 950 þúsund krónum af skúffufé sínu það sem af er ári, 350 þúsund krónum til Kvikmyndahátíðar í Reykjavík, 200 þúsund til ráðstefnu um jólatrjáarækt, 100 þúsund krónum til Landbúnaðarháskólans vegna málþings um landnotkun og 300 þúsund krónum til Ólafs Sveinssonar vegna dagskrár í tilefni 10 ára afmælis Kárahnúkavirkjunar. Kristján Þór hefur aðeins úthlutað 200 þúsund krónum það sem af er árinu, var það styrkur til Sveins Elíasar Jónssonar vegna minnisvarða um Látra-Björgu. Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson og Sigríður Á. Andersen hafa ekki úthlutað neinu á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti