fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Segir sig úr Framsóknarflokknum vegna deilingu á Facebook: „Meira en mitt siðferði þolir“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 11. ágúst 2017 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Herdís Telma Jóhannesdóttir, sem skipaði 8.sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í síðustu borgarstjórnarkosningum, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum vegna deilingar Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur borgarfulltrúa flokksins á Facebook. Deildi Guðfinna frétt Kjarnans um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur oddvita Framsóknar og Flugvallarvina um „sokkinn kostnað“ vegna barna hælisleitenda:

„Að gefnu tilefni skal það tekið fram að þessi skoðun Sveinbjargar er ekki skoðun eða stefna Framsóknar og flugvallarvina,“

sagði Guðfinna. Herdís Telma var gjaldkeri kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavík, sat í miðstjórn og skipaði 17.sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Suður í síðustu Alþingiskosningum. Segir hún í bréfi til fulltrúa flokksins í Reykjavík, sem hún sendi einnig á fjölmiðla, að hún sé búin að fá sig full sadda:

…mér sýnist á FB hjá Guðfinnu að hún hafi ein ýtt undir með því að deila frétt frá Kjarnanum þann 1. Ágúst sem er með fyrirsögn sem er ekki í samhengi við það sem hún segir,

segir orðrétt í bréfi Herdísar Telmu. Segist hún að hún sé „komin með alveg nóg“ af því að fólk megi ekki segja sínar hugmyndir og skoðanir lengur í flokknum:

Ef Guðfinna hefði ekki sett þetta á vegginn sinn þá hefði enginn frétta maður tekið þetta upp. Áfram heldur fólk í þessum „góða“ flokki að stinga hvort annað í bakið, ég er bara of saklaus að geta verið partur af svona samfélagi þetta er meira en mitt siðferði þolir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“