fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Jón Steinar svarar Hannesi Hólmsteini: Neyðarlögin voru eignarupptaka

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2017 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Samsett mynd/DV

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari segir að neyðarlögin sem voru sett þann 6. október 2008 hafi verið eignaupptaka og að dómur Hæstaréttar um að lögin stæðust stjórnarskrá hefði ekki verið rökstuddur. Í grein á Pressunni í dag svarar Jón Steinar grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem rökstuddi neyðarlögin með því að vísa í orð heilags Tómasar af Akvínas sem sagði í Summa Theologica, II. bók, II. hluta:

„Ekkert kemur í veg fyrir, að aðgerð hafi tvennar afleiðingar, þar sem aðeins önnur var ætlunarverk og hin ekki.“

Geir Haarde þáverandi forsætisráðherra tilkynnir um neyðarlögin 6. október 2008.

Segir Hannes að ætlunin með neyðarlögunum hafi ekki verið að taka upp fé annarra kröfuhafa og færa til sparifjáreigenda, heldur að afstýra upplausn á Íslandi við hrun bankanna, jafnvel neyðarástandi:

„Samkvæmt lögmálinu um tvennar afleiðingar voru neyðarlögin því ekki óréttmæt eignaupptaka, þótt fyrirsjáanlega leiddi af þeim, að fé færðist milli hópa.“

Jón Steinar, sem skilaði sératkvæði í málinu á sínum tíma, segir hins vegar að dómurinn hafi ekki verið rökstuddur. Neyðarlögin hafi verið afturvirk eignarupptaka á eignum skuldabréfaeigenda og spyr Jón Steinar hvort ekki hafi verið hægt að vernda innlán landsmanna og afla fjár með almennari hætti en að sækja það til afmarkaðs hóps, það sé álitamálið:

Svar er hvorki að finna í atkvæði meiri­hluta dóm­enda né hug­leið­ingu Hann­es­ar. Ef þessi rök eru ekki til liggur málið þannig fyrir að fé var tekið með valdi af afmörk­uðum hópi manna til að bjarga öðr­um. Fyrir slíka hátt­semi er fjár­töku­mönnum stundum refs­að!,

segir Jón Steinar og bætir við:

Dómar byggjast á beitingu réttarheimilda. Dómsniðurstaða verður alltaf að njóta fullnægjandi rökstuðnings fyrir því að réttarheimildir leiði til niðurstöðunnar. Ef dómarar finna ekki gildan rökstuðning fyrir niðurstöðu sinni er það yfirleitt vegna þess að hann er ekki til. Þá kann það að gerast að komist sé að „æskilegri“ dómsniðurstöðu án rökstuðnings. Ætli þetta hafi verið þannig dómur? Allur almenningur á Íslandi fagnaði að minnsta kosti niðurstöðunni þó að rökin vantaði. Kannski viljum við Íslendingar helst að dómstólar landsins dæmi eftir einhverju öðru en gildum lagareglum ef það hentar okkur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans