fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Illugi kryfur stóra kjólamálið: „Vandræðalegt, vægast sagt“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 31. júlí 2017 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og Illugi Jökulsson rithöfundur. Upprunalega myndin hefur nú verið fjarlægð af Instagram. Samsett mynd/DV

Illugi Jökulsson rithöfundur gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Bjartrar Ólafsdóttur umhverfisráðherra í stóra kjólamálinu þar sem hún skilji ekki gagnrýnina. Björt hefur verið harðlega gagnrýnt vegna kjólaauglýsingu þar sem hún stillir sér upp í þingsal Alþingis. Björt hefur beðist innilegrar afsökunar á að hafa misboðið fólki, segist hún hafa sýnt af sér dómgreindarleysi:

„Ég sýndi dómgreinarleysi með því að flögra um þingsalinn stolt af þeirri hönnun sem ég stóð í og stolt yfir að vera kona í því hlutverki sem ég er og að leyfa mér að upphefja kvennleikann inni í þingsal sem svo ljósmyndari festi á filmu. Þau skilaboð eru fólki ekki greinilega ekki efst í huga, og þessi uppsettning því vanhugsuð því hún tengir við einkafyrirtæki,“

sagði Björt. Illugi gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Bjartrar sem og öll hennar viðbrögð í málinu, segir hann í pistli á Stundinni að málið sé sorglegt:

Auðvitað er það ekki alvarlegt mál í sjálfu sér, en að hugsa sér að þessi prósess hafi tekið sjálfsagt nokkra daga hið minnsta án þess að það hafi nokkru sinni hvarflað að Björt að sennilega væri best að sleppa þessu, það lýsir í fyrsta lagi dómgreindarleysi á siðferðiskröfur þær sem fólk gerir til ráðherra, og í öðru leyti lýsir það pólitískum barnaskap af svo tröllslegu tagi að mann setur eiginlega hljóðan,

segir Illugi. Viðbrögð hennar hafi svo gert málið illt verra:

Fyrst kom eitthvað hæðnislegt en óskiljanlegt þvaður um feðraveldið og bindi. Vandræðalegt, vægast sagt.

„Þar klikkaði Björt“

Þegar henni hafi svo verið bent á að það væri ekki jafn fyndið og hún hélt í fyrst þá hafi hún svo hnýtt fyrir aftan að margir líti á Alþingi sem helgan stað:

…og hún virtist vilja trúa því að gagnrýnin snerist um það. Þetta var ekki miklu skárra.

Ráðherra sem í fyrsta lagi framkvæmir svona stönt og fattar aldrei að það sé neitt athugavert við þetta, hvorki siðferðislega né pólitískt, og ráðherra sem hefur svo ekki í þriðju tilraun skilið um hvað gagnrýnin snýst – sá ráðherra er á asnalegum villigötum,

segir Illugi. Hann segir svo að lokum:

Nú hefur hún beðist afsökunar og viðurkennt dómgreindarleysi, en reynir samt enn að láta eins og gagnrýnin hafi snúist um „kvenleikann“ og að hún sé kona á ráðherrastól!

En gagnrýnin snýst ekki um feðraveldið og ekki um virðingu Alþingis sem „helgistaðar“, og heldur ekki að hún hafi „flögrað um þingsalinn“ sem kona (ef ég skil þetta rétt) heldur að hún – hún, Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, misnotaði aðstöðu sína í þágu vinkonu sinnar.

Þar klikkaði Björt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans