fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

„Við Íslendingar erum hælisneitendur“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 24. júlí 2017 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nika Bedades og Guðmundur Andri Thorsson. Samsett mynd/DV

„Einhvers staðar í Hvítá eru jarðneskar leifar ungs manns frá Georgíu. Hann hét Nika Bedades og hann féll í Gullfoss sama daginn og Útlendingastofnun tilkynnti að Georgía væri „öruggur staður“. Við þekkjum ekki sögu hans. Hann var 22 ára, hælisleitandi eins og við köllum fólk sem hingað kemur í leit að öryggi og betri tilveru. Þegar þetta er skrifað á sunnudagsmorgni finn ég ekkert um þennan mann á internetinu. Við vitum ekki hvað olli því að hann fór í fossinn. Skrikaði honum fótur? Stökk hann? Vildi hann farga sér? Vildi hann nýtt líf? Hvernig var honum innanbrjósts? Hvað hugsaði hann? Hver var bakgrunnur hans? Langar engan að vita neitt meira um Nika Bedades sem fékk ekki að verða samlandi okkar?“

Að þessu spyr Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag. Segir hann að svarið sé „sennilega ekki“ því viðbrögð fjölmiðla líkist því að öxlum sé yppt:

Við höfum séð myndir af Nika Begades úr öryggismyndavél við Gullfoss. Hann er grannur, svartklæddur, snyrtilegur ungur maður og gengur alvarlegur og einbeittur á svip á vit örlaga sinna,

segir Guðmundur Andri. Við vitum ekkert um Nika, líf hans, hugsanir eða afdrif. Það eina sem við vitum sé að það sé illa komið fram við þá sem sækjast eftir landvist á Íslandi, ef þeir koma ekki frá evrópska efnahagssvæðinu eða séu starfsmenn vinnumiðlana. Segir Guðmundur Andri að íslensk yfirvöld virðist leggja sig í líma við að gera hælisleitendum lífið sem óbærilegast meðan þeir bíða eftir úrslitum í málum sínum:

Nánast er eins og sé verið að reyna að rækta með þeim andfélagsleg viðhorf og andúð á Íslendingum. Þetta kemur fram í aðbúnaði sem þeir búa við þar sem þeir kúldrast í endalausu hangsi yfir engu. Þetta er uppskrift að ósköpum: Safnaðu saman mörgum fullfrískum karlmönnum á einn stað, hafðu hann sem óvistlegastan, sjáðu til þess að þeir hafi ekkert við að vera, fylltu daga þeirra af leiðindum, vonleysi og endalausri bið?…

Landvist deilt út eins og náðun hjá harðstjóra

Segir hann okkur Íslendinga vera hælisneitendur:

Við Íslendingar erum hælisneitendur. Við höfum tekið okkur upphafsstöðu í neituninni. Við stöndum í nei-inu og spyrjum: Af hverju ætti ég að segja já? – í stað þess að standa í já-inu og spyrja: Af hverju ætti ég að segja nei? Á ég að gæta bróður míns? Nei, ekki ef hann er útlendingur. Þá getur hann átt sig. Við förum í manngreinarálit eftir því hvaðan fólk kemur, dæmum það eftir upprunalandi en ekki persónulegum eiginleikum.

Guðmundur Andri segir að með því að dæma fólk út frá upprunalandi þess sé hér á landi verið að beita markvissum fordómum og að fólk sem vilji verða Íslendingar þurfi að afsanna þá fyrirframgefnu forsendu að það sé hroðalegar manneskjur sem hafi allt illt í hyggju, þar að auki þurfi það að sanna að það sé framúrskarandi gott fólk, gott ef ekki heilagar manneskjur. Ef því tekst það þá gæti það fengið umbun á elleftu stundu í kjölfar þrýstings frá almenningi. Til þess að búa á okkar kalda og dimma landi þá þurfi það að fá landvist sem sé deilt út eins og náðun hjá harðstjóra:

Þarf þetta að vera svona? Væri hugsanlega hægt að slaka ögn á þessum stífu aðgangshömlum og láta duga að sjá hvort og hvernig fólk spjarar sig þegar hingað er komið; hvort það fær vinnu og hvernig það stendur sig í henni – og það sem er kannski aðalatriðið: hvernig því líður hér, hvort það getur fest hér yndi. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að hér sé auðvelt að búa, hvað sem líður efnahagslegum forsendum: veðrið, myrkrið, íslenskir samskiptahættir?… Stórfelldir fólksflutningar til Íslands eru ekki einu sinni vandamál; hér vantar vinnufúsar hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?