fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Tengdasonur Trump segist ekkert hafa vitað um Rússafundinn

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 24. júlí 2017 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jared Kushner, t.h., er giftur Ivönku Trump og er nú einn nánasti ráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta. Mynd/EPA

Jared Kushner, ráðgjafi í Hvíta húsinu og tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa vitað fyrirfram um tilgang fundar síns og fleiri nátengdum Trump við rússneskan lögfræðing kosningabaráttunni í fyrra. Markmið fundarins, sem Kushner sat ásamt Donald Trump yngri og fleiri í innsta hring kosningabaráttu Trump, mun hafa verið að fá upplýsingar frá rússneskum embættismanni í gengum lögfræðing með tengsl við Kreml til þess að koma höggi á Hillary Clinton forsetaframbjóðanda Demókrata. Fundurinn átti sér stað í Trump turninum í New York í júní í fyrra og hefur Donald Trump yngri játað að fundurinn hafi átt sér stað og að hann hafi átt í samskiptum við valdamikla aðila í Rússlandi en þvertekur hann fyrir að fundurinn hafi skilað neinu.

Sjá frétt: New York Times segist hafa tölvupósta frá Rússlandi til Trump

Sjá frétt: Trump yngri segist ekki hafa sagt föður sínum frá Rússafundinum

Í yfirlýsingu sem Kushner sendi frá sér í morgun í aðdraganda vitnisburðar hans fyrir leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings í dag, og greint er frá á vef New York Times, hafnar hann því alfarið að hafa staðið í leynimakki í kosningabaráttunni og að hann hafi ekki vitað fyrirfram um tilgang fundarins með lögmanninum Nataliu Veselnitskayu, sem mun hafa tengsl við stjórnvöld í Kreml:

Ég átti ekki neina óviðeigandi tengiliði. Ég stóð ekki í leynimakki, né veit um neinn í kosningabaráttunni sem átti í leynimakki með neinni erlendri ríkisstjórn,

segir Kushner í yfirlýsingu sinni. Fundur þingnefndarinnar verður lokaður fjölmiðlum en yfirlýsingin felur í sér það sem hann mun koma til með að segja. Til að rökstyðja að hann hafi ekki átt neinum samskiptum við Rússa bendir Kushner á að eftir kosningarnar hafi hann unnið að því að koma á tengslum við Kreml og Pútín Rússlandsforseta til að geta rætt málefni Sýrlands:

Staðreyndin er sú að daginn eftir kosningarnar var ég að leitast eftir því að koma á tengslum [við Kreml] og það er sterk sönnun fyrir því að ég vissi ekki af neinum slíkum tengslum fyrir kosningarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið