fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Björt framtíð bjargar meirihluta Sjálfstæðismanna í Árborg

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. júlí 2017 23:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séð yfir Selfoss.

Óvænt átök urðu í bæjarstjórn Árborgar í síðustu viku þegar formaður bæjarráðs í hreinum meirihluta Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn afgreiðslu samnings, sem tengdist áformum Árfoss ehf. um uppbyggingu á lóð á Selfossi.

Vegna afstöðu Gunnars Egilssonar, formanns bæjarráðs, hefði samningurinn fallið á jöfnu og áform meirihlutans verið í uppnámi hefði bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar  greitt atkvæði gegn samningnum.

Á fundinum voru þrjú mál á dagskrá, hefði Björt framtíð greitt atkvæði á móti samningnum hefði tillagan fallið á jöfnu, en Framsókn sat hjá en Samfylkingin greiddi atkvæði á móti.

Í bókun þeirra Eggerts Vals Guðmundssonar og Örnu Ír Gunnarsdóttur, S-lista, segir:

Undirrituð geta ekki samþykkt samning Svf og Árfoss ehf er varðar málefni Austurvegar 4 á Selfossi. Í stuttri bókun er ekki hægt að fara lið fyrir lið yfir þau atriði sem okkur þykir orka tvímælis í samning þessum. M.a. hugnast okkur ekki að bæjaryfirvöld samþykki skuldbindandi kvaðir gagnvart Árfoss ehf verði nýtt deiliskipulag miðbæjarreitsins ekki samþykkt. Undirrituð telja eðlilegra að ef skipulagið nær ekki fram að ganga að þá sé rétti tíminn til þess að lóðarhafar setjist að samningaborði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið