fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Þorbjörn: Sjaldgæft í norrænum samfélögum að ríkisvaldið sjálft ýti undir ójöfnuð

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. júlí 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður.

Fjárfestingarleiðin svokallaða er mikið í umræðunni þessa dagana og sitt sýnist hverjum um ágæti þessarar aðgerðar, þar sem Seðlabanki Íslands gerði ríkum Íslendingum kleift að flytja gjaldeyri til landsins og kaupa íslenskar krónur með miklum afslætti. Þorbjörn Þórðarson gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í leiðara Fréttablaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Tvær þjóðir“.

Þorbjörn segir það „sjaldgæft í norrænum samfélögum að ríkisvaldið sjálft ýti undir ójöfnuð eða lagskiptingu samfélagsins með beinum aðgerðum.“ Engu að síður sé það svo að mati Þorbjörns að fjárfestingarleið Seðlabankans hafi verið til þess fallinn að ýta undir ójöfnuð í samfélaginu. Tilgangurinn með þessari aðgerð var að fá erlent fjármagn inn í hið lokaða íslenska kerfi vegna gjaldeyrishafta og losa um aflandskrónur. Þetta var hluti af því ferli sem losun gjaldeyrishafta var.

Aðilum sem þátt tóku í fjárfestingarleiðinni var boðið að kaupa krónur af eigendum aflandskróna á 20-30 betra verði en hið opinbera gengi Seðlabankans var á þeim tíma. Mikill fjöldi nýtti sér þetta tækifæri en til landsins komu 1100 milljónir evra til landsins í gegnum útboð á grundvelli fjárfestingarleiðarinnar á þeim þremur árum sem hún var í boði, frá 2012-2015.

Í Markaðnum í gær var sagt frá því að gengishagnaður þeirra sem nýttu sér þessa leið hafi verið 75,7 milljarðar króna.

Þegar upp var staðið voru það að miklu leyti efnaðir Íslendingar eða útlendingar með tengsl við landið sem nýttu sér úrræðið. Árið 2012 voru Íslendingar að baki 43 prósenta alls þess fjár sem kom inn í landið með fjárfestingarleiðinni. Það er á skjön við upphaflegan tilgang leiðarinnar eins og hún var kynnt af Seðlabankanum,

skrifar Þorbjörn.

Frá því hefur verið greint í fréttum að til skoðunar séu fjögur skattsvikamál vegna flutninga á fjármagni með fjárfestingarleiðinni. Þorbjörn bendir auk þess á að sumir þeirra sem hagnast hafa um hundruðir milljóna króna í gegnum fjárfestingaleiðina hafa hlotið dóma í Hæstarétti fyrir efnahagsbrot og „opinber rannsóknarnefnd hefur staðfest að keyptu eignir af ríkinu með blekkingum eftir síðustu aldamót.“

Þótt markmið fjárfestingarleiðarinnar hafi verið göfugt er erfitt að skilja hvernig stjórnendur Seðlabankans hafi ekki áttað sig á hversu ósanngjarnt tæki þetta var til að ná settu markmiði og jafnframt þeim siðferðisbresti sem fólst í framkvæmdinni,

segir Þorbjörn og ítrekar það að Seðlabankinn hafi borið alla ábyrgð á þessu framtaki sem mismunaði fólki, venjulegt fólk var fast með krónurnar á Íslandi á meðan ríkt fólk gat flutt peninga hingað til lands með afslætti og græddu á tá og fingri þegar gjaldeyrishöft voru losuð.

Með fjárfestingarleiðinni ýtti Seðlabankinn enn frekar undir ójöfnuð í íslensku samfélagi og styrkti þannig stoðir þeirrar útbreiddu kenningar að í landinu séu tvær þjóðir. Efnuð forréttindastétt annars vegar og launafólk hins vegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin