fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Sóknarprestur á Snæfellsnesi færður til í starfi

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 2. júlí 2017 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands aflétti búsetuskyldu sóknarprestsins í Staðarstaðarprestakalli. Nú hefur hann verið færður úr starfi.

Tekin hefur verið ákvörðun um að Sr. Páll Ágúst Ólafsson sóknarprestur í Staðarstaðarprestakalli á sunnanverðu Snæfellsnesi verði færður til í starfi. Hann er ekki lengur sóknarprestur þar. Þess í stað þjónar hann sem héraðsprestur í Vesturlandsprófastdæmi frá 1. júlí þessa mánaðar.

Sr. Hjálmar Jónsson fyrrum Dómkirkjuprestur mun taka við og þjóna Staðarstaðarprestakalli næstu fjóra mánuði þar til boðað verður til nýrra prestkostinga.

Þetta kemur fram í frétt á Facebook-fréttasíðunni Dreifarinn sem segir fregnir af sunnanverðu Snæfellsnesi:

Sr. Páll Ágúst Ólafsson sóknarprestur í Staðastaðaprestakalli hefur nú verið færður til í starfi og mun þjóna sem…

Posted by Dreifarinn-fréttir af sunnanverðu Snæfellsnesi on 1. júlí 2017

Sr. Hjálmar Jónsson staðfestir í samtali við Eyjuna að honum hafi verið falið að sinna störfum í Staðarstaðarprestakalli næstu fjóra mánuðina.

Sr. Páll Ágúst var kjörinn sóknarprestur í Staðarstaðarprestakalli í nóvember 2013.

Síðan hefur gengið á ýmsu. Prestur gat ekki búið með fjölskyldu sinni í prestbústaðnum á Staðarstað vegna þess að íbúðarhúsið var óíbúðarhæft vegna myglu sem olli veikindum í fjölskyldunni. Gert var við húsið en þrátt fyrir það gat fjölskyldan ekki búið þar eftir að veikindi tóku sig upp að nýju. Sr. Páll flutti með fjölskyldu sinni í Borgarnes og þjónaði sókn sinni þaðan.

Í lok síðasta árs leysti biskup sr. Pál síðan undan búsetuskyldu á Staðarstað. Þetta vakti hörð viðbrögð meðal margra í Staðarstaðarsókn þar sem fólk vildi að prestur væri búsettur í sókninni.

Sjá DV frétt: Harðorð í garð biskups.

Síðan hefur Þjóðkirkjan reynt að fá prestinn til að skila jörðinni en henni fylgja meðal annars tekjur af laxveiði. Hefur staðið í stappi við sr. Pál vegna þessa.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi