fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Þegar ferðamannastraumurinn breytist í samfélagsvanda

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. júlí 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður virðir fyrir sér Fjarðárgljúfur. Mynd/Getty

Björn Bjarnarson skrifar:

Íbúar Barcelona voru nýlega spurðir hvað væri alvarlegasta vandamálið í borginni um þessar mundir. Svarið var skýrt: ferðamennirnir. Þeim hefur fjölgað úr 1,9 milljón árið 1990 í 9 milljónir árið 2016.

Í franska blaðinu Le Figaro er í dag sagt frá vanda í þremur Miðjarðarhafsborgum vegna mikils straums ferðamanna þangað: Feneyja, Barcelona og Santorini. Þá er þess einnig getið að í Dubrovnik hafi borgaryfirvöld ákveðið að takmarka fjölda í elsta hluta borgarinnar við 8.000 manns hverju sinni og hafi lögregla auga með að fjöldinn sé innan þessara marka.

Íbúar Barcelona voru nýlega spurðir hvað væri alvarlegasta vandamálið í borginni um þessar mundir. Svarið var skýrt: ferðamennirnir. Þeim hefur fjölgað úr 1,9 milljón árið 1990 í 9 milljónir árið 2016. Segir franska blaðið að þetta hafi leitt til þess að heimamenn líti ekki lengur á ferðaþjónustuna sem tekjulind heldur sem samfélagsmein. Borgarbúum finnist eins og þeim hafi verið úthýst. Húsaleiga hafi hækkað um 20% milli 2014 og 2016 en framboð á húsnæði í skammtímaleigu t.d. undir merkjum Airbnb hafi stóraukist. Með þessu hafi hefðbundnir leigjendur neyðst til að víkja fyrir ferðamannavæðingunni, þeir hafi ekki efni á að keppa við hana.

Í Barcelona starfa samtök þeirra sem leigja út húsnæði til ferðamanna (Apatur) og segja þau ekki sannað að ferðamannavæðingin hafi leitt til hærra leiguverðs. Í borginni sé að finna 13.555 íbúðir sem séu aðeins 1,64% heildarframboðs á íbúðum til leigu og sölu í borginni. Á það er hins vegar bent að huga verði að því hvar íbúðir séu í borginni. Hæst sé leiguverðið í nágrenni Sagrada Familia. Nægi að leigja út íbúð til ferðamanna í 12 nætur í mánuði til að hafa af því meiri mánaðartekjur en af venjulegri útleigu.

Borgaryfirvöld í Barcelona hafa gripið til ýmissa ráða til að hafa stjórn á leigumarkaðnum. Þau hafa til dæmis ekki gefið út ný leyfi til gistiíbúða síðan 2014. Þá hafa þau sektað Airbnb um 600.000 evrur fyrir að auglýsa leyfislausar íbúðir og skyldað fyrirtækið til að afturkalla allar slíkar auglýsingar.

Feneyjar eru á heimsminjaskrá UNESCO en nú hefur borgin verið sett í áhættuhóp og kann að verða strikuð af skránni verði ekki gerðar ráðstafanir fyrir árið 2019 til að tryggja betri vernd hennar. Stjórnlaus straumur ferðamanna til borgarinnar ógni henni sem heimsminjaborg.

Ár hvert koma 30 milljónir ferðamanna til Feneyja, það er helmingur íbúafjölda Ítalíu. Þeir eru að meðaltali 2,26 daga í borginni en 20 milljónir ferðamannanna koma að morgni dags og fara að kvöldi sama dags.

Borgarstjórn Feneyja hefur lofað heimsminjanefnd UNESCO að grípa til ráðstafana til að hafa meiri stjórn á straumi ferðamanna og hvernig þeir athafna sig innan borgarmarkanna. Verða meðal annars gefnar út borgaragareglur í tólf liðum á ellefu tungumálum sem allir „siðmenntaðir menn verða að virð“ svo að vitnað sé í orð borgarstjóra ferðamála í Feneyjum. Nú sé í fyrsta sinn í 20 ár tekið skipulega á vandanum vegna straums ferðamanna til borgarinnar.

Allt vekur þetta til umhugsunar um kvartanir hér á landi um að opinbera stefnu skorti í ferðamálum, atvinnugreinin fái ekki þrifist án þess að gefin séu opinber fyrirmæli í hvaða átt skuli stefnt. Þessar kvartanir verða einkennilegar í ljósi þróunar þessara mála hvarvetna í heiminum. Straumi ferðamanna verður ekki stjórnað með opinberum boðum og bönnum á hinn bóginn er nauðsynlegt að gera ráðstafanir á vinsælustu stöðunum svo að þeir verði ekki eyðilagðir – það eru staðbundnar ákvarðanir heimamanna. Sýni þeir ekki forsjálni bitnar það fyrst og síðast á þeim sjálfum.

Birtist fyrst á Björn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin