fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Samvinnuskólinn og skólakerfi framtíðar

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 16. júlí 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eirný Vals, verkefnastjóri Skaftárhreppur til framtíðar.

Eirný Vals skrifar:

Um miðjan maí vaknaði ég við umræðu um skóla, nútíðar og framtíðar. Kennsluhætti og framtíðarspár. Þar sem ég snérist um sjálfa mig og undirbjó mig að fara út í daginn rifjuðust upp minningar um besta skóla sem ég hef gengið í.

Minningar um Samvinnuskólann á Bifröst, kennsluhætti, viðmót og hvers var ætlast til af okkur nemendunum. Hvernig við vorum búin undir óþekkta framtíð. Þar var fyllt upp í göt, tekið mið af atvinnulífinu og kennsluháttum breytt. Við forrituðum og grúskuðum. Héldum ræður og kynningar. Rákum sjoppu, kaffihús, mötuneyti. Skemmtanir, bæði kvöldvökur og stóra viðburði líkt og Bifrovision og 1. des. hátíðahöld. Við vorum forvitin, unnum í hóp. Við vorum sjálfstæð og sjálfbjarga um að afla okkur upplýsing og þróuðum með okkur gagnrýni.
Prófin voru öðruvísi, prófað á þriggja til fjögurra vikna fresti. Við vissum ekki hvaða greinar voru til prófs. Það reyndi á en var að vissu leyti eins og lífið er. Við urðum að vera undirbúin fyrir flest. Reyndum að veðja og útiloka. Urðum alltaf jafnhissa. Okkur leiddist sjaldan, enda höfðum við Ísólf Gylfa, stóra og litla Coop, Glanna og gott bókasafn. Kennarinn var ekki lykill að upplýsingum. Hann kenndi okkur á mismunandi skrár og læsingar.
Sá sem spyr sig hvernig skólakerfið geti búið sig undir óþekkta framtíð ætti að leita til hugmyndafræðinnar sem Samvinnuskólinn var byggður á og þróaðist.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann