fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Undirbúa stofnun Háskólaseturs

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 15. júlí 2017 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur tekið höndum saman við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu um samstarf í menntamálum fjórðungsins. Stærsta og metnaðarfyllsta verkefnið sem ráðist verður í er undirbúningur að stofnun Háskólaseturs Austfjarða.

Samstarfsaðilar komu saman í Tónlistarmiðstöð Austurlands s.l. föstudag og undirrituðu samkomulag í menntamálum til tveggja ára. Samkomulagið kveður m.a. á um skipan stýrihóps fyrir háskólaverkefnið, sem fulltrúar atvinnurekenda, rektor Háskólans á Akureyri og framkvæmdastjóri Austurbrúar eiga sæti í ásamt fleirum. Samkomulagið nær einnig til grunnskólastigsins og framhaldsskólastigsins og byggja þau verkefni aðallega á þeim árangri sem fræðsluyfirvöld í Fjarðabyggð hafa þegar náð í samstarfi við atvinnulífið í verknámi, tækninámi og nýsköpun.
Framkvæmdastjórar stærstu framleiðslufyrirtækja, verktaka- og þjónustufyrirtækja og stofnana í Fjarðabyggð hafa frá því seint á síðasta ári hist til að ræða sóknarfæri og áskoranir á Austurlandi. Frumkvæðið að viðræðunum átti Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, en um 85% af verðmætasköpun í landshlutanum fer fram í Fjarðabyggð og gegnir sveitarfélagið að mörgu leyti lykilhlutverki sem miðstöð atvinnulífs Austurlands.
Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála, Alcoa Fjarðaáli:
Til framtíðar litið er mikilvægt að menntastig á Austurlandi haldist í hendur við þarfir atvinnulífsins, ekki hvað síst í verk- og tæknimenntun. Þá teljum við ekki síður mikilvægt, að ungu fólki gefist kostur á að ljúka menntun sinni í heimabyggð.
Að sögn Páls Björgvins leitaði hópurinn víða fanga í upplýsinga- og gagnaöflun. Sú niðurstaða blasti þó fljótlega við, að verulegrar innspýtingar væri þörf í menntamálum. „Við búum að tveimur frábærum framhaldsskólum; Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólanum á Egilsstöðum. Með því að byggja upp nám á háskólastigi, sem kallast með gagnvirkum hætti á við þarfir atvinnulífsins og frekari atvinnuþróun, getum við treyst sjálfbærni samfélaganna hér á Austurlandi í sessi. Framhaldsskólarnir munu einnig styrkjast og ný tækifæri myndast fyrir ungt menntafólk, en margt bendir til að aukið námsframboð á háskólastigi og öflugara háskólasamfélag sé mikilvæg forsenda þess að unga fólkið sjái hag sínum borgið í heimabyggð.“
Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri:
Háskólasetur er lykilaðgerð fyrir hærra menntunarstigi en ella, sterkara atvinnulíf og kraftmeiri samfélagsþróun. Þá benda rannsóknir til þess að marktæk tengsl séu á milli þess hvar ungt fólk menntar sig og hvar það býr fimm árum eftir að námi lýkur. Málið snýst að þessu leyti um fleira en námið sem slíkt.
Fyrirmynd háskólaseturs Austfjarða er sótt til Háskólaseturs Vestfjarða, sem skilað hefur góðum árangri á þeim rúma áratug sem setrið hefur starfað í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Páll segir það jafnframt meginástæðu þess að Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri (HA), taki sæti í stýrihópi háskólaverkefnisins. „Reynsla Vestfirðinga sýnir að hér er um rekstrarform að ræða sem ætti að smellpassa við aðstæður á Austurlandi og er mikill styrkur fyrir verkefnið að njóta starfskrafta rektors Háskólans á Akureyri.“
Fyrsta verkefni stýrihópsins verður að ráða verkefnastjóra sem fær það verðuga verkefni að leiða undirbúning að stofnun Háskólaseturs Austfjarða. Verkefnið er til tveggja ára og hefur því verið skipt upp í þrjá áfanga. Bjartsýni og hugur er í mönnum að sögn Páls Björgvins. Engin ástæða sé til annars þegar þjóðþrifamál séu annars vegar.
Áhersla verður lögð á breiða samstöðu um málið á Austurlandi og verður fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi boðin aðild að setrinu ásamt háskólastofnunum í landinu. Háskólasetur snýst ekki síður um framúrskarandi aðgengi að háskólanámi en námsframboð á eigin vegum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann