fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Meirihlutinn vill koma á gjaldtöku vegna nagladekkja

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 7. júní 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar samþykkti í dag að leggja til við ráðherra að sveitarfélög fái heimild til að leggja sérstakt gjald á notkun nagladekkja. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðust gegn samþykktinni.

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist hafa lagt til að heimild yrði ekki samþykkt nema að undangenginni íbúakosningu.

„Mikilvægt er að hafa í huga að borgarbúar sem nota nagladekk gera það vegna þess að þeirra öryggistilfinning segir þeim að þannig séu þeir öruggari í umferðinni. Auk þess búa margir í íbúðagötum þar sem mikill halli er og léleg þjónusta. Þessir íbúar hafa ekki fundið aðra leið en að nota nagla. Með gjaldtöku er verið að refsa þeim fyrir að búa á stöðum þar sem íbúagötur eru ekki almennilega færar marga daga í röð þar sem þær eru ekki mokaðar. Til að gera nagladekk óþörf þarf betri vetrarþjónustu en er í boði í dag,“ segir í bókun minnihlutans.

Þar segir ennfremur, að hluti röksemdarfærslu meirihlutans fyrir því að hefja gjaldtöku vegna nagladekkja snúi að svifryki. Besta leiðin til að vinna gegn svifryki sé að þrífa göturnar oftar en það hafi verið vanrækt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?