fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Stefna birt og þingfesting í máli Flokks fólksins gegn Tryggingastofnun

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 29. júní 2017 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í sjónvarpsþættinum Eyjunni á ÍNN nú í vetur leið.

Í morgun var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál Flokks fólksins á hendur Tryggingastofnun ríkisins.

Það snýst um það að eldri borgarar telja að þeir eigi allt að fimm milljarða króna í ógreiddum ellilífeyri frá ríkinu fyrir janúar og febrúar á þessu ári.

Greint var frá þessu máli hér á Eyjunni þann 30. mars síðastliðinn. Málavextir eru þeir að þann 1. janúar 2017 tóku gildi breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007. Breytingarnar felldu úr gildi heimildina til að skerða greiðslur Tryggingastofnunar til eldri borgara vegna áunninna réttinda þeirra úr lífeyrissjóði. Nemur þessi skerðing allt að 2,5 milljörðum króna á mánuði.

Sjá frétt: Flokkur fólksins fer fyrir málaferlum gegn ríkinu

Tryggingastofnun ákvað hins vegar að hunsa gildandi lög með því að greiða ekki samkvæmt þeim, heldur lét Velferðarráðuneytið vita af málinu í lok janúar. Þá virðist hafa farið í gang mikill feluleikur hjá stjórnvöldum til að breiða yfir það sem þau töldu mistök. Síðan samþykkti Alþingi afturvirkar breytingar á almannatryggingalögunum þar sem allt að fimm milljarða réttindi ellilífeyrisþega fyrir mánuðina janúar og febrúar voru afnumin. Komið hefur fram að það var Velferðaráðuneytið sem samdi frumvarpið sem sviptir eldri borgara áunnum réttindum þeirra afturvirkt.

Stjórn Flokks Fólksins samþykkti einróma að höfða mál gegn ríkinu fyrir hönd eldri borgara.

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrum hæstaréttardómari fer fyrir málinu. Við erum bjartsýn á að sigur vinnist,

segir Inga.

Vinnist sigur mun ríkið þurfa að greiða tugþúsundum ellilífeyrisþega allt að fimm milljarða króna skerðingar frá í janúar og febrúar með dráttarvöxtum. Margir munu bíða spenntir eftir niðurstöðunni sem gæti hleypt af stað fleiri málaferlum gegn ríkinu en mikil reiði kraumar undir niðri meðal margra vegna óréttlætis sem fólk telur sig beitt í lífeyrismálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?