fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Níu af hverjum tíu ætlar í ferðalag í sumar

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 29. júní 2017 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hálendið. Níu af hverjum tíu Íslendingum ætlar að ferðast í sumar. Mynd/Getty

Níu á hverjum tíu Íslendingum ætla í ferðalag í sumarfríinu sínu, eða 91% landsmanna 18 ára og eldri. Það er nokkuð hærra en í fyrrasumar þegar rúm 85% þjóðarinnar ætlaði í ferðalag. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunnar MMR.

Örlítið fleiri ætla einungis að ferðast innanlands í ár en í fyrra, eða 37% í ár en 36% í fyrra, en það er innan skekkjumarka. Sömu sögu var að segja um hlutfall þeirra sem ætluðu að ferðast eingöngu utanlands í sumarfríinu en það var 15% samaborið við 14% árið 2016. Þeir Íslendingar sem ætluðu bæði að ferðast innlands sem og utan í sumarfríinu hækkaði upp í 39% samanborið við 35% árið 2016.

Hærri heimilistekjur auka líkurnar á ferðalagi

Leifsstöð. 15% landsmanna ætlar eingöngu að ferðast til útlanda í sumar. Mynd/Getty

Þeir sem búsettir voru á landsbyggðinni voru töluvert líklegri en þeir sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu til þess að ferðast innanlands í sumarfríi sínu, 44% á móti 33%. Aftur á móti voru þeir sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu líklegri en þeir sem búsettir voru á landsbyggðinni til að ferðast bæði innan- og utanlands, eða 92% á móti 89%.

Því hærri sem heimilistekjur svarenda voru því líklegri voru þeir til að segjast ætla að ferðast, hvort sem það var innan- eða utanlands eða bæði. Þannig sögðust 85% þeirra sem höfðu heimilistekjur undir 400 þúsund ætla að ferðast í sumarfríinu á meðan 95% þeirra með sem höfðu milljón eða meira í heimilistekjur sögðust ætla að ferðast í sumarfríinu. Jafnframt kom í ljós að aldurshópurinn 18-29 ára var líklegri en aðrir aldurshópar til að ferðast bæði innan- og utanlands eða 94%.

Kratar líklegastir til að fara til útlanda

Ungmenni við varðeld í Eyjafirði. Aldurshópurinn 18 til 29 ára er líklegri en aðrir aldurshópar til að ferðast bæði innan- og utanlands. Mynd/Getty

Það reyndist einnig munur á ferðahögum eftir stjórnmálaskoðunum. Þar kom í ljós að stuðningsfólk Vinstri grænna var sá hópur sem líklegastur var til að ferðast einungis innanlands í sumarfríi sínu eða 47%. Þeir hópar sem reyndust ólíklegastir til að ferðast utanlands í sumarfríi sínu voru Vinstri græn, Píratar og Viðreisn, allir jafnir með 10%. Hins vegar voru stuðningsfólk Samfylkingarinnar líklegust til að fara erlendis í sumarfrí eða tæp 19%.

Könnunin var gerð dagana 6. til 14. júní 2017. 974 einstaklingar svöruðu, 18 ára og eldri valdir af handahófi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?