fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Eingreiðslur ríkisforstjóra jafngilda 20 mánaða tekjum öryrkja

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 29. júní 2017 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryrkjabandalag Íslands harmar þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun embættismanna og forstöðumanna ríkisstofnana afturvirkt um leið og örorkulífeyrisþegar hafa ekki fengið kjarabætur um nokkurra ára skeið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÖBÍ.

Greint var frá því nýlega að samkvæmt útreikningum BSRB fær Ríkisendurskoðandi rúmar 4,7 milljónir króna í eingreiðslu vegna afturvirkrar launahækkunar. Þá fær forstjóri Fjármálaeftirlitsins um fjórar milljónir. Segir ÖBÍ að ef þetta sé rétt jafngildi þessar eingreiðslur heildartekjum margra örorkulífeyrisþega í rúma 20 mánuði miðað við greiðslur á árinu 2017.

Segir Öryrkjabandalagið að almenningur í landinu og fólk sem minnst hafi milli handanna í íslensku samfélagi fái kaldar kveðjur frá kjararáði, en þetta sé í annað sinn á innan við ári sem ÖBÍ fordæmir ákvarðanir ráðsins, en í september í fyrra hækkaði það laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Síðan þá hefur lífeyrir almannatrygginga ekki hækkað nema um rúmar 15 þúsund krónur.

Ekki hafi tekist að tryggja öllum Íslendingum mannsæmandi framfærslu eða að fatlað fólk geti lifað sjálfstæðu lífi. Grunnréttur fólks sé því ekki virtur og þar með fari ríkið ekki að alþjóðasamningum sem það hefur undirritað og lofað að undirgangast.  Því vekur þessi nýjasta hækkun kjararáðs  furðu.

Segir ÖBÍ það merkilegt að hægt sé að veita þeim sem úrskurðirnir taka til, jafnvel fulltrúum sem hafa sætt þungri gagnrýni fyrir störf sín, umtalsverða hækkun á sama tíma og ekki er hægt að tryggja þeim sem verst standa möguleikann á viðunandi framfærslu.

Ákvörðun kjararáðs hljóti þó að þýða að örorkulífeyrisþegar geti átt von á að fá umtalsverðar kjarabætur, sambærilegar þeim sem embættismenn og forstöðumenn ríkisstofnana hafi nú fengið fyrirhafnarlaust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?