fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Evrópulönd auka framlög til hermála

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 28. júní 2017 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipalest herskipa NATO-þjóða siglir inn Hvalfjörð á föstudag til minningar um siglingar Íshafsskipalestanna til Rússlands í seinni heimsstyrjöld. Þessa dagana fer fram ein stærsta flotaæfing NATO sem haldin hefur verið við strendur Íslands.

Nýjar tölur frá NATO sýna að Evrópuríki varnarbandalagsins auk Kanada auka framlög sín til hermála um 4,3 prósent á þessu ári, samanborið við 2016.

Þetta er mesta árlega aukning til fjölda ára. Árið 2105 var hún 1,8 prósent og 2016 3,3 prósent.

Sex árin þar á undan var stöðugur samdráttur í fjárframlögum til hermála í þessum löndum upp á 1 tili 2,7 prósent árlega, skrifar Aftenposten í Noregi.

Á leiðtogafundi NATO fyrr í sumar gagnrýndi Donald Trump Bandaríkjaforseti NATO-ríkin fyrir að verja alltof litlum fjármunum til varnarmála.

Mörg ríkjanna skulda háar fjárhæðir frá fyrri árum,

sagði Bandaríkjaforseti. Hann fékk blendin viðbrögð frá foryustumönnum margra NATO-ríkja sem hlustuðu á ræðu hans í nýjum aðalstöðvum NATO í Brussel.

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO og fyrrum forsætisráðherra Noregs segir að tölur um aukningu í fjárframlögum til varnarmála sýni að NATO-þjóðirnar hafi nú snúið blaðinu við og sæki í sig veðrið. Aukningin síðustu þrjú árin nemi um 46 milljörðum Bandaríkjadollara og 25 af 29 NATO-ríkjum stefni í að auka framlög sín til varnarmála á þessu ári.

En þrátt fyrir að tölur sýni að NATO-þjóðir aðrar en Bandaríkin séu nú að auka framlög til varnarmála er enn langur vegur frá því að þjóðirnar uppfylli langtíma markmið NATO-landa sem skal ná fyrir 2024, um að hvert um sig eyði tveimur prósentum af heildar þjóðarframleiðslu (BNP) árlega varnarmál. Í lok 2016 uppfylltu aðeins fimm NATO-ríki þessi markmið.

Donald Trump hefur sagt að tveggja prósenta markmiðið sé algert lágmark sem hver NATO-þjóð verði að leggja til varnarmála. Að sögn ónafngreindra heimildamanna Aftenposten munu þeir telja óraunhæft að allar NATO-þjóðir hafi fjárhagslega burði til að eyja svo miklu fé í varnarmál.

Sumar bandalagsþjóðir geta ekki uppfyllt þessi markmið. Haldi Bandaríkin fast við krefjast þessa þá getur staðan orðið erfið,

hefur Aftenposten eftir ónafngreindum sendifulltrúa hjá NATO.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?