Nýjar tölur frá NATO sýna að Evrópuríki varnarbandalagsins auk Kanada auka framlög sín til hermála um 4,3 prósent á þessu ári, samanborið við 2016.
Þetta er mesta árlega aukning til fjölda ára. Árið 2105 var hún 1,8 prósent og 2016 3,3 prósent.
Sex árin þar á undan var stöðugur samdráttur í fjárframlögum til hermála í þessum löndum upp á 1 tili 2,7 prósent árlega, skrifar Aftenposten í Noregi.
Á leiðtogafundi NATO fyrr í sumar gagnrýndi Donald Trump Bandaríkjaforseti NATO-ríkin fyrir að verja alltof litlum fjármunum til varnarmála.
Mörg ríkjanna skulda háar fjárhæðir frá fyrri árum,
sagði Bandaríkjaforseti. Hann fékk blendin viðbrögð frá foryustumönnum margra NATO-ríkja sem hlustuðu á ræðu hans í nýjum aðalstöðvum NATO í Brussel.
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO og fyrrum forsætisráðherra Noregs segir að tölur um aukningu í fjárframlögum til varnarmála sýni að NATO-þjóðirnar hafi nú snúið blaðinu við og sæki í sig veðrið. Aukningin síðustu þrjú árin nemi um 46 milljörðum Bandaríkjadollara og 25 af 29 NATO-ríkjum stefni í að auka framlög sín til varnarmála á þessu ári.
En þrátt fyrir að tölur sýni að NATO-þjóðir aðrar en Bandaríkin séu nú að auka framlög til varnarmála er enn langur vegur frá því að þjóðirnar uppfylli langtíma markmið NATO-landa sem skal ná fyrir 2024, um að hvert um sig eyði tveimur prósentum af heildar þjóðarframleiðslu (BNP) árlega varnarmál. Í lok 2016 uppfylltu aðeins fimm NATO-ríki þessi markmið.
Donald Trump hefur sagt að tveggja prósenta markmiðið sé algert lágmark sem hver NATO-þjóð verði að leggja til varnarmála. Að sögn ónafngreindra heimildamanna Aftenposten munu þeir telja óraunhæft að allar NATO-þjóðir hafi fjárhagslega burði til að eyja svo miklu fé í varnarmál.
Sumar bandalagsþjóðir geta ekki uppfyllt þessi markmið. Haldi Bandaríkin fast við krefjast þessa þá getur staðan orðið erfið,
hefur Aftenposten eftir ónafngreindum sendifulltrúa hjá NATO.