fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Hörður: Markaðssetningin á lambakjöti hefur brugðist

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 26. júní 2017 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur greinilega brugðist markaðssetning á lambakjöti undanfarin ár. Ef skoðað er aftur í tímann hefur fátt verið gert til að auka sölu, mest kveður að því að Íslendingar uppgötvuðu grillið.“

Þetta segir Hörður Jónasson áhugamaður um íslenska matvöruframleiðslu í grein sem hann skrifar í Bændablaðið. Hörður starfar í ferðaþjónustu og býr á hótelum víða um land öll sumur, hann segir að það megi telja á fingrum annarrar handar þau skipti sem boðið sé upp á íslenskt lambakjöt. Segja má að lambakjötið sé helsta framlag okkar Íslendinga til matarmenningar, um er að ræða fyrsta flokks kjöt af dýrum sem fá að njóta sín í íslenskri náttúru og eru þar af leiðandi með einstaklega bragðgott kjöt. Hörður segir að lambakjötið sé einfaldlega ekki nógu vel markaðssett, þegar íslenskir neytendur fengu hamborgara þá hafi það eingögu orðið vatn á myllu nautakjöts:

Þegar hamborgarinn kom til íslenskra neytenda var það 1. flokks nautahakk og ekkert annað, aldrei varð til hinn íslenski lambaborgari þó aðeins hafi borið á honum síðustu ár. Þegar pitsan kom til sögunnar var ekki annað til umræðu en 1. flokks nautahakk, aldrei varð til hin íslenska pitsa með lambahakki, og einnig hefði verið hægt að búa til pepperóni úr lambakjöti á pitsur,

segir Hörður. Að sama skapi þá vanti lambakjötinu dag í dagatalinu:

„Hvers vegna er ekki efnt í svo sem eina „sviðamessu“, einn dag að hausti líkt og sprengidagur svo ekki þurfi að grafa hausa eins og ein afurðastöð þurfti að gera? Svo spyr maður einnig: Hvar er „lambabacon“, eru ekki til nokkur tonn af síðum í frystigeymslum? Hvað eru framleiddar margar áleggstegundir úr lambakjöti eftir öll þessi ár sem sauðkindin hefur fylgt Íslendingum, eru þær fjórar? Hangiálegg, rúllupylsa, kæfa og stundum steik. Lítið sem ekkert af hráu og þurrkuðu lambakjöti, helst að hægt sé að fá tvíreykt hangikjöt um jól og áramót og þá oftast svo stór kjötstykki að myndi duga fyrir 20 manna áramótaboð.“

Pakkningar ekki í samræmi við markaðinn

Hörður segir að vandinn sé einnig stærðir á pakkningum, sem séu í engu samræmi við fjölskyldustærðir á Íslandi í dag:

Pakkningastærðir eru í engu samræmi við fjölskyldustærð. Samkvæmt vef Hagstofunnar eru einn íbúi á um 30% heimila á Íslandi, já aðeins einn í heimili! Það vita allir nema sumir að pakkningastærðir úti í búð eru of stórar og því er varan sniðgengin, auk þess sem það er matarsóun að bjóða upp á svo stórar pakkningar að henda þarf mat.

Sagaður súpukjötsframpartur sé ekki á óskalista unga fólksins enda þarf að henda þar mikilli fitu og eldra fólk, sem hafa hingað til verið dyggir neytendur lambakjöts, geti ekki klárað heilt læri á einni helgi og kaupi því eitthvað annað. Hingað koma meira en milljón ferðamenn árlega og segir Hörður að því skyldi ætla að það hafi áhrif á sölu á lambakjöti, en þá þurfi eitthvað að vera í boði:

„Hvers vegna er ekki efnt í svo sem eina „sviðamessu“, einn dag að hausti líkt og sprengidagur svo ekki þurfi að grafa hausa eins og ein afurðastöð þurfti að gera? Svo spyr maður einnig: Hvar er „lambabacon“, eru ekki til nokkur tonn af síðum í frystigeymslum? Hvað eru framleiddar margar áleggstegundir úr lambakjöti eftir öll þessi ár sem sauðkindin hefur fylgt Íslendingum, eru þær fjórar? Hangiálegg, rúllupylsa, kæfa og stundum steik. Lítið sem ekkert af hráu og þurrkuðu lambakjöti, helst að hægt sé að fá tvíreykt hangikjöt um jól og áramót og þá oftast svo stór kjötstykki að myndi duga fyrir 20 manna áramótaboð.“

Með þessum mikla fjölda ferðamanna þá sé besta tækifæri sögunnar til útflutnings á íslenskri matvöru:

Dæmi um vöru sem margir ferðamenn kynnast en vita ekki alveg hvernig best væri að borða, þ.e. harðfiskur, enginn harðfiskframleiðandi bendir á pakkningunni á að gott væri að hafa smjör með. Grafinn lax er líka áhugaverður, en hvergi kemur fram að hann er betri með graflaxsósunni. Og svo mætti lengi telja.

Með öllum þessum fjölda ferðamanna er besta tækifæri sögunnar til útflutnings  á íslenskri matvöru – án þess að til útflutnings komi, tækifæri sem ekki má missa af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Hvernig var passað upp á gögnin sem láku frá sérstökum saksóknara?

Þorbjörg Sigríður: Hvernig var passað upp á gögnin sem láku frá sérstökum saksóknara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kunnum ekki, getum ekki, megum ekki

Sigmundur Ernir skrifar: Kunnum ekki, getum ekki, megum ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Undarlegt að kveinka sér undan því að þurfa að mæta til vinnu – ekkert nýtt að veiðigjöldum sé breytt

Þorbjörg Sigríður: Undarlegt að kveinka sér undan því að þurfa að mæta til vinnu – ekkert nýtt að veiðigjöldum sé breytt