fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Forsætisráðherra setur ofan í við aðra ráðherra: Ástandið er ekki boðlegt

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 25. júní 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur skipað sér í flokk með Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra í vörninni fyrir nýja flugstöð fyrir innanlandsflug í Vatnsmýrinni. Jón kynnti áform sín í vikunni og fékk þá heldur kaldar kveðjur frá áhrifafólki í Viðreisn sem vill láta loka Reykjavíkurflugvelli.

Bjarni segir í viðtali við Ríkisútvarpið í dag, að þessi andstaða annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar við hugmyndum samgönguráðherra um nýja flugstöð í Vatnsmýri hljóti að vera á misskilningi byggð. Ástandið við Reykjavíkurflugvöll sé ekki boðlegt.

Eins og fram kom í Eyjunni fyrr í vikunni, setti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fram harða gagnrýni á ákvörðun samgönguráðherra.

„Framtíð innanlandsflugs er ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað er sóun á dýrmætum tíma og peningum,“ sagði hún.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Fleiri ráðherrar hafa mótmælt þessum áformum og kvartað yfir samráðsleysi, t.d. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. Afar fátítt er að slíkur ágreiningur sé uppi innan ríkisstjórnar.

Bjarni undrast þessi viðbrögð og óhætt er að segja, að hann setji ofan í við þá ráðherra sem gagnrýnt hafa málið:

„Eru menn ánægðir með flugstöðina í Reykjavík? Ég get sagt fyrir mitt leyti að mér finnst þetta ekki boðlegt ástand. Og þetta hefur verið alltof lengi viðvarandi þannig að ég fagna því að ráðherrann vilji gera eitthvað í því fyrir starfsfólkið en auðvitað fyrst og fremst fyrir ferðamanninn. Alla þá sem eru að nýta sér aðstöðuna sem er á flugvellinum.

Við þurfum einfaldlega að gera betur. Hitt er síðan hvernig við getum unnið áfram með hugmyndir að framtíðarskipulagi innanlandsflugsins í landinu. Og þá flugvelli sem þjónar höfuðborginni. Ég held að það sé ekki hægt að halda því fram að fyrri skýrslur um þau mál hafi útkljáð það í eitt skipti fyrir öll. Það hefur verið of mikil spenna milli ríkis og borgar, mál hafa verið að rata upp til hæstaréttar og ég fagna því bara að ráðherrann sé að sinna málinu,“ segir Bjarni í samtali við Ríkisútvarpið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær