fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Umburðarlynda þjóðin

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 23. júní 2017 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

Samkvæmt samantekt stofnunarinnar Social Progress Imperative eru Íslendingar umburðarlyndasta þjóð í heimi. Umburðarlynt samfélag er gott samfélag og því er þessi niðurstaða staðfesting á því að okkur hefur tekist að skapa fyrirtaks samfélag. Vitaskuld er þar ekki allt fullkomið. Misrétti fyrirfinnst vissulega. Hagsmunaöfl láta stöðugt á sér kræla. Grátkór útgerðarinnar þagnar til dæmis ekki og hagsmunaöfl í ferðaþjónustunni er farin að haga sér á sama hátt. Of margir búa við fátækt og auður safnast á fáar hendur. Úr öllu þessu þarf að bæta og gott væri ef ríkisstjórn landsins myndi forgangsraða í þá átt. En þökkum um leið fyrir þá gæfu að búa í samfélagi sem virðir minnihlutahópa og trúfrelsi. Í of mörgum samfélögum er slíkt síður en svo sjálfsagt.

Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV.

Við verðum samt að halda vöku okkar. Stundum er ansi stutt í fordóma og ómannúðleg viðhorf. Þegar umræða hófst um vopnaburð lögreglu heyrðist skrafað manna á meðal um hættulega einstaklinga sem væru á landinu og það tal leiddi jafnvel út í umræður um að þetta hefðist nú upp úr því að hleypa múslimum inn í landið. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af skoðunum eins og þessum. Um leið hlýtur það að framkalla feginleika að hér hafi ekki tekist að stofna stjórnmálaflokk sem stimplar múslima sem höfuðóvini. Það væri aumt af umburðarlyndustu þjóð í heimi að veita slíkum stjórnmálaflokki brautargengi.

Á hverju ári gleðst þjóðin með samkynhneigðum á hinsegin dögum. Það er leitun að óbeislaðra fjöri en í Gleðigöngunni. Samt er það svo að enn finnast einstaklingar sem tala um samkynhneigð sem einhvers konar óeðli og bókstafstrúarmenn veifa Biblíunni sem sannindamerki um það. Reyndar er eitt það einkennilegasta í sögu íslensku þjóðkirkjunnar tregðan til að veita samkynhneigðum sömu blessun og öðrum. Nokkuð sem er í svimandi mótsögn við kærleiksboðskap Krists. Nú eru vonandi runnir upp aðrir og betri tímar á þeim bæ.

Við skulum líka meta það við þá ráðamenn þjóðarinnar sem markvisst tala máli umburðarlyndis og víðsýni. Það gerir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvað eftir annað svo eftir er tekið. Hið sama má segja um borgarstjórann í Reykjavík, Dag B. Eggertsson, og ekki má gleyma forvera hans, Jóni Gnarr, sem kom með óvenjumikla mannúðlega nálgun inn í stjórnmálin og breytti þeim um leið.

Umburðarlyndið er gæfa okkar. Þar búum við sérlega vel þegar kemur að ungu kynslóðinni sem hefur fersk og opin viðhorf og virðist í eðli sínu alþjóðasinnuð. Hún er líkleg til að halda okkur á toppnum þegar kemur að því að mæla umburðarlyndi og víðsýni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB