fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks á einu máli: „Galið“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Smári McCarthy þingmaður Pírata. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

Þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks, þeir Smári McCarthy og Teitur Björn Einarsson, eru sammála um að hugmynd Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra um að leggja 10.000 og 5.000 króna peningaseðlum sé röng og galin. Segir Teitur Björn að besta ráðið gegn skattsvikum sé að hafa skatta lága og skattkerfið gegnsætt og skilvirkt.

Meðal tillagna í skýrslu starfshóps ráðherra sem kynnt var í morgun var að draga úr noktun peningaseðla og taka 10.000 króna og 5.000 króna seðla úr umferð, þar að auki verði sett hámarksupphæð á vörur og þjónustu sem má kaupa með reiðufé.

Sjá frétt: 10 og 5 þúsund króna seðlarnir verði teknir úr umferð: „Við lýsum bókstaflega yfir stríði gegn skattsvikum“

Teitur Björn segir á Fésbók að þetta sé galin hugmynd:

Mikilvægt er að berjast gegn skattsvikum með öllum tilhlýðilegum ráðum. Besta ráðið til þess er að hafa skatta lága og almenna og skattkerfið gegnsætt og skilvirkt. Að banna fólki að stunda viðskipti sín á milli með lögeyri útgefnum af ríkinu sjálfu er kolröng nálgun og hreinlega galin hugmynd.

Smári McCarthy þingmaður Pírata tekur í sama streng:

Þessi hugmynd er galin, og heldur ekkert ný. Modi reyndi þetta á Indlandi, og varð til þess að grafa undan fjárhagslegum stöðugleika tugmilljóna Indverja og skapa uppnám á mörkuðum, sem dró úr hagvexti í Indlandi um 0.4% (sem er heilmikið!). Þetta var líka reynt í Louisiana fylki Bandaríkjanna til að stemma stigu við þjófnaði á brotajárni, en bannið var afnumið stuttu síðar vegna þess að þetta hafði gríðarlega neikvæðar afleiðingar fyrir strangheiðarlegt fólk sem vildi bara geta stundað eðlileg viðskipti.

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra. Óvíst er hvort stríð hans gegn skattsvikum verði háð með meirihluta þingmanna. Mynd/Sigtryggur Ari

Stríð gegn skattsvikum endar eins og stríðin gegn fíkniefnum og hryðjuverkum

Telur Smári upp nokkra punkta sem hann telur mikilvæga í þessu samhengi, í fyrsta lagi myndu einkaaðilar sem sjá um greiðslumiðlun hagnast á þessum aðgerðum, í öðru lagi dragi þetta athyglina frá stórtækari skattsvikum:

„Þetta dregur alveg athyglina frá því að minniháttar aðilar standa ekki fyrir nema lítið brot af þeim skattsvikum sem eru til staðar í kerfinu; áherslan á að vera á Panamaprinsa og aðra stórtæka skattsvikara,“

segir Smári. Þar að auki geti skattaundanskot átt sér stað með bankamillifærslum sem séu svo smáar að lítið vit sé í að rannsaka þær, því myndi bannið minnka getu fólks til að eiga eðlileg viðskipti undir nafnleynd:

Bann við stórar greiðslur í reiðuféi mun ekki stoppa þá sem vilja greiða með reiðuféi fyrir stóra hluti ─ eins og einhver benti á mun stríð gegn skattsvikum enda á sama hátt og stríð gegn hryðjuverkum og stríð gegn fíkniefnum. Það eru fyrst og fremst þeir sem ætla að gefa peninga í fermingargjöf, þeir sem vilja lána vini sínum skotsilfur yfir helgina, þeir sem vilja kaupa notaðan barnavagn af nágrannanum, og þeir sem vilja setja nokkra seðla undir koddann til að spara fyrir utanlandsferð sem munu tapa á þessu.

Ef Benedikt hefði raunverulegan áhuga á því að stöðva skattsvik, þá væri áherslan á að bæta skattaeftirlit og fjármálaeftirlit, með auknu fjármagni til Ríkisskattstjóra, Skattrannsóknarstjóra Ríkisins, Fjármálaeftirlitsins, og til Héraðssaksóknara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí